Skutu 250 eldflaugum á Ísrael

Ísrael/Palestína | 24. nóvember 2024

Skutu 250 eldflaugum á Ísrael

Hisbollah-samtökin skutu 250 eldflaugum á Ísrael í dag sem meðal annars beindust að Tel Avív og suðurhluta landsins.

Skutu 250 eldflaugum á Ísrael

Ísrael/Palestína | 24. nóvember 2024

Frá borginni Petah Tikva, sem er rétt utan Tel Avív, …
Frá borginni Petah Tikva, sem er rétt utan Tel Avív, eftir loftárásina í dag. AFP

Hisbollah-samtökin skutu 250 eldflaugum á Ísrael í dag sem meðal annars beindust að Tel Avív og suðurhluta landsins.

Hisbollah-samtökin skutu 250 eldflaugum á Ísrael í dag sem meðal annars beindust að Tel Avív og suðurhluta landsins.

Samtökin hafa tjáð sig um árásina þar sem upplýst var að notast var við drónasveit og að henni hafi m.a. verið beint að hernaðarlegum skotmörkum eins og t.a.m. flotastöð Ísraelska hersins sem er staðsett í borginni Ashdod.

Að sögn ísraelska hersins ómuðu sírenur víðs vegar í landinu, þar á meðal í úthverfum Tel Avív, í dag.

Þá náði herinn að skjóta niður einhverjar eldflauganna áður en þær lentu á skotmörkum.

Að sögn heilbrigðisstofnanna særðust að minnsta kosti 11 manns í Ísrael í dag, þar á meðal einn alvarlega.

Hisbollah-samtökin eru staðsett í Líbanon og hafa nú margar loftárásir verið gerðar á milli landanna.

mbl.is