Dóra Júlía gæsuð í gullsundbol

Instagram | 25. nóvember 2024

Dóra Júlía gæsuð í gullsundbol

Síðastliðna helgi komu vinkonur Dóru Júlíu Agnarsdóttur, plötusnúðs og blaðamanns, henni verulega á óvart með stórskemmtilegum degi þar sem hún var gæsuð.

Dóra Júlía gæsuð í gullsundbol

Instagram | 25. nóvember 2024

Dóra Júlía var gullklædd á gæsunardaginn.
Dóra Júlía var gullklædd á gæsunardaginn. Skjáskot/Instagram

Síðastliðna helgi komu vinkonur Dóru Júlíu Agnarsdóttur, plötusnúðs og blaðamanns, henni verulega á óvart með stórskemmtilegum degi þar sem hún var gæsuð.

Síðastliðna helgi komu vinkonur Dóru Júlíu Agnarsdóttur, plötusnúðs og blaðamanns, henni verulega á óvart með stórskemmtilegum degi þar sem hún var gæsuð.

Dóra Júlía gaf fylgjendum sínum innsýn í daginn á Instagram-síðu sinni.

„Einn skemmtilegasti dagur lífs míns, vá hvað það er gaman að vera gæsuð. Ég á bestu vini í heimi, Takk!!!” skrifar Dóra Júlía við færsluna sem sýnir vinkonuhópinn meðal annars í dekri á The Reykjavik Edition-hótelinu.

Dóra Júlía og unnusta hennar, Bára Guðmundsdóttir, hafa verið saman frá því snemma árs 2020. Parið trúlofaði sig í ársbyrjun 2022 við Louvre-safnið í París og festi kaup á sinni fyrstu íbúð rúmu ári síðar.

mbl.is