Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi, er með kostaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum META og þar kemur fram rangur fyrirvari um það hver sé raunverulega að fjármagna auglýsingarnar.
Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi, er með kostaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum META og þar kemur fram rangur fyrirvari um það hver sé raunverulega að fjármagna auglýsingarnar.
Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi, er með kostaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum META og þar kemur fram rangur fyrirvari um það hver sé raunverulega að fjármagna auglýsingarnar.
Kosningastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi segir að um mannleg mistök sé að ræða sem búið er að leiðrétta.
Samkvæmt gagnasafni facebook þá hafa 18 auglýsingar birst í þessum mánuði þar sem segir að kosningasjóður Höllu í forsetakosningunum hafi greitt fyrir auglýsingarnar, Stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur.
Það er hins vegar Framsókn í Suðurkjördæmi sem er að fjármagna auglýsingar, segir Jóhann Sigurðsson, kosningastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi, aðspurður í samtali við mbl.is.
„Þetta var bara smá mistök hjá samfélagsmiðlastjóranum að vera ekki búinn að breyta þessu en Framsókn í Suðurkjördæmi er að greiða þessar auglýsingar,“ segir Jóhann og bætir við að búið sé að laga þetta.
Í reglum META, sem á Facebook og Instagram, segir að fyrirvari fyrir pólitískar auglýsingar þurfi að „lýsa nákvæmlega nafni þess aðila eða einstaklings sem ber ábyrgð á auglýsingunni.“ Það er ekki búið að vera tilfellið hjá Höllu undanfarnar vikur.
Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka segir að auglýsingar og annað kostað efni, sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit kosninga, skuli „vera merkt auglýsanda eða ábyrgðarmanni.“
„Þetta voru bara mannleg mistök hjá samfélagsmiðlateyminu,“ segir Jóhann.
Helga Lára Haarde, einn af eigendum forsetakosningasjóðsins, segir að engir fjármunir séu inn á þeim sjóði og að hann hafi aðeins verið ætlaður forsetakosningunum.
„Það er bara núll, það er engin hreyfing í bankanum. Það hefur ekkert farið inn og það hefur ekkert komið út síðan framboðið var gert upp,“ segir Helga í samtali við mbl.is.