Heilbrigðismál í brennidepli

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Heilbrigðismál í brennidepli

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir að baráttumál vinstrimanna, eins og félagslegt réttlæti, megi ekki glatast í komandi kosningum.

Heilbrigðismál í brennidepli

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir að baráttumál vinstrimanna, eins og félagslegt réttlæti, megi ekki glatast í komandi kosningum.

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, segir að baráttumál vinstrimanna, eins og félagslegt réttlæti, megi ekki glatast í komandi kosningum.

Hún segir heilbrigðismál vera í brennidepli í Suðurkjördæmi og því vilji Vinstri græn auka þjónustu heilsugæslunnar um allt kjördæmið.

„Við viljum opinbert öflugt heilbrigðiskerfi og við viljum færa það til fólksins. Við erum líka með, að mér finnst, öfluga byggðastefnu. Þannig að ég er að vona að fólk átti sig á því að þar er kannski styrkleikurinn okkar,“ segir hún um muninn á stefnu Vinstri grænna og annarra flokka í þessum efnum.

Gjaldfrjáls íslenskukennsla

Hún er hrædd um að menntamálin séu ekki nógu mikið í brennidepli á Alþingi. Hún segir margt gott vera að gerast í menntakerfinu sem fái ekki næga umfjöllun og stendur með kennurum í kjarabaráttu þeirra.

Mikið af útlendingum er t.d. á Suðurnesjum og hún vill að þeim sé boðið upp á gjaldfrjálsa íslenskukennslu á vinnutíma.

mbl.is