Innilegir endurfundir á Broadway

Poppkúltúr | 25. nóvember 2024

Innilegir endurfundir á Broadway

Bandarísku söngkonurnar Beyoncé Knowles og Kelly Rowland létu sig ekki vanta á frumsýningu Broadway-söngleiksins Death Becomes Her í New York-borg nú á dögunum.

Innilegir endurfundir á Broadway

Poppkúltúr | 25. nóvember 2024

Beyoncé Knowles, Michelle Williams og Kelly Rowland.
Beyoncé Knowles, Michelle Williams og Kelly Rowland. Skjáskot/Instagram

Bandarísku söngkonurnar Beyoncé Knowles og Kelly Rowland létu sig ekki vanta á frumsýningu Broadway-söngleiksins Death Becomes Her í New York-borg nú á dögunum.

Bandarísku söngkonurnar Beyoncé Knowles og Kelly Rowland létu sig ekki vanta á frumsýningu Broadway-söngleiksins Death Becomes Her í New York-borg nú á dögunum.

Stöllurnar mættu til að styðja góðvinkonu sína og fyrrverandi hljómsveitarfélaga, Michelle Williams, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni.

Knowles deildi færslu frá frumsýningarkvöldinu á Instagram-síðu sinni og birti meðal annars mynd af tríóinu baksviðs.

„Syst­ur að ei­lífu," skrifaði popp­stjarn­an meðal ann­ars við færsl­una sem hátt í 900.000 manns hafa líkað.

Knowles, Rowland og Williams mynduðu poppsveitina Destiny’s Child, sem er ein vinsælasta kvennasveit sögunnar.

Sveitin, þekkt fyrir slagara á borð við Bills, Bills, Bills, Say My Name og Bootylicious, lagði upp laupana árið 2006 en hefur þó komið saman nokkrum sinnum síðan, þar á meðal í hálfleik Ofurskálarinnar árið 2013. 

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)



mbl.is