Ljómandi góður ofnbakaður saltfiskur í kormasósu

Uppskriftir | 25. nóvember 2024

Ljómandi góður ofnbakaður saltfiskur í kormasósu

Ofnbakaður fiskur í indverskri karrísósu getur verið algjört sælgæti. Þessi fiskréttur, saltfiskur í kormasósu er ljómandi góður og heiðurinn á uppskriftinni á Ingunn Mjöll sem heldur úti uppskriftavefnum Íslandsmjöll. Með réttinum er tilvalið að bera fram ferskt salat að eigin vali.

Ljómandi góður ofnbakaður saltfiskur í kormasósu

Uppskriftir | 25. nóvember 2024

Girnilegur fiskréttur í kormasósu sem bragð er af.
Girnilegur fiskréttur í kormasósu sem bragð er af. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Ofnbakaður fiskur í indverskri karrísósu getur verið algjört sælgæti. Þessi fiskréttur, saltfiskur í kormasósu er ljómandi góður og heiðurinn á uppskriftinni á Ingunn Mjöll sem heldur úti uppskriftavefnum Íslandsmjöll. Með réttinum er tilvalið að bera fram ferskt salat að eigin vali.

Ofnbakaður fiskur í indverskri karrísósu getur verið algjört sælgæti. Þessi fiskréttur, saltfiskur í kormasósu er ljómandi góður og heiðurinn á uppskriftinni á Ingunn Mjöll sem heldur úti uppskriftavefnum Íslandsmjöll. Með réttinum er tilvalið að bera fram ferskt salat að eigin vali.

Ofnbakaður saltfiskur í kormasósu

  • 1 flak saltfiskur eða þorskur, skorið í bita
  • 1 krukka Patak's Kormasósa
  • 2 skalotlaukar
  • 1 dós maís
  • 1 pk. hrísgrjónum, soðin
  • 6-8 kartöflur, soðnar, skornar í sneiðar
  • Rifinn ostur eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C.
  2. Setjið síðan sósuna í pott og bætið saman við restina í krukkunni smávegis af mjólk eða vatni og hristið vel saman og bætið út í pottinn.
  3. Bætið síðan saman við maís og skalotlauk og látið malla í um 10 mínútur.
  4. Hellið blöndunni í eldfast mót og raðið svo fiskinum í sósuna jafnt.
  5. Dreifið  yfir réttinn rifnum osti og setjið inn í ofn á 180°C í um 15-20 mínútur.
  6. Berið fram með fersku salati.
mbl.is