Málaði bæinn rauðan með nokkrum skvísum

Poppkúltúr | 25. nóvember 2024

Málaði bæinn rauðan með nokkrum skvísum

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx málaði bæinn rauðan ásamt raunveruleikastjörnunum Phaedru Parks, Cynthiu Bailey og Porshu Williams á laugardagskvöldið.

Málaði bæinn rauðan með nokkrum skvísum

Poppkúltúr | 25. nóvember 2024

Jamie Foxx var í góðu stuði.
Jamie Foxx var í góðu stuði. Ljósmynd/AFP

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx málaði bæinn rauðan ásamt raunveruleikastjörnunum Phaedru Parks, Cynthiu Bailey og Porshu Williams á laugardagskvöldið.

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx málaði bæinn rauðan ásamt raunveruleikastjörnunum Phaedru Parks, Cynthiu Bailey og Porshu Williams á laugardagskvöldið.

Foxx skemmti sér konunglega ásamt fríðu föruneyti á veitingastaðnum Prime 112 í Miami og sýndi listir sínar á dansgólfinu.

Williams deildi myndum frá kvöldinu á Instagram-síðu sinni í gærdag og birti meðal annars myndskeið sem sýnir leikarann syngja Mariuh Carey-slagarann We Belong Together.

Foxx sem veiktist lífshættulega á síðasta ári virðist allur vera að koma til og að ná sínu fyrra formi, en leikarinn er með sex kvikmyndaverkefni í bígerð samkvæmt IMDb.

mbl.is