Rannsókn lögreglunnar í máli 16 ára pilts sem er grunaður um að hafa stungið Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana og sært tvö önnur ungmenni á Menningarnótt er lokið.
Rannsókn lögreglunnar í máli 16 ára pilts sem er grunaður um að hafa stungið Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana og sært tvö önnur ungmenni á Menningarnótt er lokið.
Rannsókn lögreglunnar í máli 16 ára pilts sem er grunaður um að hafa stungið Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana og sært tvö önnur ungmenni á Menningarnótt er lokið.
Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar, við mbl.is og segir hann að málið hafi verið sent til héraðssaksóknara. Pilturinn sem er grunaður um verknaðinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst.
Eiríkur segir rannsókn lögreglu í máli manns sem er grunaður um að hafa banað dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, sé langt komin. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út 9. desember og segir Eiríkur að vinna standi yfir við að skila málinu til héraðssaksóknara. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur en enginn getur setið lengur í gæsluvarðhaldi en tólf vikur ef ekki er gefin út ákæra.
Stúlkan fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september síðastliðinn og var faðir hennar handtekinn við Krýsuvíkurveginn daginn sem líkið fannst.