Maður að nafni Doogie Lish Sandtiger telur sig eiga heimsins stærsta safn Crocs-skópara.
Maður að nafni Doogie Lish Sandtiger telur sig eiga heimsins stærsta safn Crocs-skópara.
Maður að nafni Doogie Lish Sandtiger telur sig eiga heimsins stærsta safn Crocs-skópara.
Sandtiger, sem er 32 ára og búsettur í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum, byrjaði að safna skónum fyrir um það bil 16 árum og á orðið stórt safn. Hann ræddi um söfnunarástríðu sína við blaðamann CT Insider nú á dögunum.
Crocs-skórnir, sem flestir elska að hata, komu fyrst á markað árið 2002 og urðu fljótt vinsælir meðal barna og fullorðinna, enda léttir, þægilegir og litríkir.
Skósafn Sandtiger telur hátt í 4.000 Crocs-skópör í öllum regnbogans litum og ýmsum stærðum og gerðum. Dýrasta parið í hans eigu er skór sem japanski listamaðurinn Takashi Murakami hannaði í samstarfi við Crocs. Skóparið kostaði hálfa milljón íslenskra króna.
„Það er svo margt sem ég gæti sagt um skóna. Þeir eru stílhreinir, skemmtilegir, þægilegir og fyrir mér er hvert par eins og tómur strigi,“ sagði hinn sjálfskipaði „konungur Crocs“ í samtali við CT Insider.
Sandtiger vonast til þess að komast í Heimsmetabók Guinness sem eigandi stærsta Crocs-safns heims.