Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það sína skoðun að Viðreisn eigi að gera þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku. Hann tekur fram að engin umræða hafi farið fram um það innan flokks hvort það ætti að vera skilyrði.
Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það sína skoðun að Viðreisn eigi að gera þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku. Hann tekur fram að engin umræða hafi farið fram um það innan flokks hvort það ætti að vera skilyrði.
Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það sína skoðun að Viðreisn eigi að gera þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku. Hann tekur fram að engin umræða hafi farið fram um það innan flokks hvort það ætti að vera skilyrði.
„Ég hef þá bjargföstu skoðun að Viðreisn eigi að gera þetta,“ segir hann og bætir við:
„Ég held að Viðreisn muni leggja á það áherslu, komist Viðreisn í umræðu um ríkisstjórnarsamstarf, að það verði eitt af meginmálunum að við fáum slíka atkvæðagreiðslu,“ segi Guðbrandur.
Samfylkingin er svipaðrar skoðunar um ESB en hefur sagt önnur mál brýnni. Spurður hvaða flokkur gæti verið þriðja hjólið í mögulegri ríkisstjórn Viðreisnar og Samfylkingar, til að halda áfram með Evrópumálin, nefnir Guðbrandur Pírata. Einnig segir hann að það sé ESB-taug í Framsókn sem væri vonandi hægt að virkja.