Vill neyðarlög á Seðlabankann

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Vill neyðarlög á Seðlabankann

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, segir óskiljanlegt af hverju stýrivextir eru enn háir og hún er tilbúin til að setja neyðarlög á Seðlabankann til að ná niður vöxtum.

Vill neyðarlög á Seðlabankann

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, segir óskiljanlegt af hverju stýrivextir eru enn háir og hún er tilbúin til að setja neyðarlög á Seðlabankann til að ná niður vöxtum.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, segir óskiljanlegt af hverju stýrivextir eru enn háir og hún er tilbúin til að setja neyðarlög á Seðlabankann til að ná niður vöxtum.

„Öll lög eru mannanna verk og það er alveg hægt að breyta lögum um Seðlabanka Íslands eins og hvað annað. Það er alveg hægt að breyta og setja inn einhvers konar neyðarlög til þess að ná niður því sem þarf að gera – vöxtunum – eins og þarf að gera,“ segir hún.

Hún segir aðspurð að það ríki neyðarástand á Íslandi í þessum efnum.

Vill hækka bankaskatt

Ásthildur vill að öryrkjar sem treysta sér til að fara út á vinnumarkað fái tveggja ára aðlögunartíma.

Hún segir mikla peninga vera í þjóðfélaginu sem séu að enda í höndum of fárra og þá vill hún hækka bankaskatt.

Hún hafnar þeirri fullyrðingu að sú skattahækkun myndi vera borguð af skuldugu fólki. Hún segir að heilbrigðismál og samgöngumál séu ofarlega í huga fólks í kjördæminu.

mbl.is