Diegó er fundinn

Krúttleg dýr | 26. nóvember 2024

Diegó er fundinn

Kötturinn Diegó er kominn í leitirnar, en hann var tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina.

Diegó er fundinn

Krúttleg dýr | 26. nóvember 2024

Kötturinn Diegó.
Kötturinn Diegó.

Kötturinn Diegó er kominn í leitirnar, en hann var tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina.

Kötturinn Diegó er kominn í leitirnar, en hann var tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina.

Fram kemur í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér, að margir hafi leitað kattarins, ekki síst Dýrfinna, sem séu félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra.

„Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diegó í heimahúsi í morgun. Í framhaldinu var Diegó færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu og var þar í góðu yfirlæti þangað til honum var komið í hendur eigandans. Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

mbl.is