Myndskeið: „Gríðarleg slysahætta af þessu“

Ferðamenn á Íslandi | 26. nóvember 2024

Myndskeið: „Gríðarleg slysahætta af þessu“

Óvenjuleg og aukin virkni á Geysissvæðinu hefur valdið því að vatnsgusur, sem nú koma í auknum mæli upp úr fjölda hvera, berast á göngustíga og út á þjóðveginn þar sem það frýs.

Myndskeið: „Gríðarleg slysahætta af þessu“

Ferðamenn á Íslandi | 26. nóvember 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Óvenju­leg og auk­in virkni á Geys­is­svæðinu hef­ur valdið því að vatns­gus­ur, sem nú koma í aukn­um mæli upp úr fjölda hvera, ber­ast á göngu­stíga og út á þjóðveg­inn þar sem það frýs.

    Óvenju­leg og auk­in virkni á Geys­is­svæðinu hef­ur valdið því að vatns­gus­ur, sem nú koma í aukn­um mæli upp úr fjölda hvera, ber­ast á göngu­stíga og út á þjóðveg­inn þar sem það frýs.

    Skap­ar þetta mikla hættu fyr­ir gesti sem eru hvatt­ir til að nota brodda.

    „Það eru flest all­ir meðvitaðir um þetta,“ seg­ir Dag­ur Jóns­son, land­vörður í Hauka­dal, um hálk­una. „Við erum með aðvör­un­ar­skilti um að nota brodda og við erum bún­ir að loka smá svæði af vegna klaka vegna þess að úðinn [úr hver­un­um] fór yfir það um helg­ina. Klak­inn var ekki bara sleip­ur, hann var miklu sleip­ari en venju­lega,“ held­ur hann áfram.

    Ferðamenn á Geysissvæðinu í hálkunni um síðustu helgi.
    Ferðamenn á Geys­is­svæðinu í hálk­unni um síðustu helgi. Ljós­mynd/​Aðsend

    Þrjú þúsund manns á dag

    „Það eru að koma um þrjú þúsund manns á dag til okk­ar og það er ekki hægt að hafa klaka úti um allt. Það er gríðarleg slysa­hætta af þessu,“ bæt­ir Dag­ur við og seg­ir allt vera frosið núna og klaka allsstaðar.

    Í síðasta mánuði bár­ust fregn­ir um óvenju­lega og aukna virkni í hver­un­um á svæðinu. Talið er lík­legt að heita­vatnsæð sem fæðir hver­ina sé far­in að leka og hún valdi þess­um breyt­ing­um, bend­ir Dag­ur á.

    Hann seg­ir óljóst hvaðan ná­kvæm­lega um­rædd­ar vatns­gus­ur komi en þær ber­ist vissu­lega úr hver­un­um.

    Vatn lekur úr læknum út fyrir Geysissvæðið.
    Vatn lek­ur úr lækn­um út fyr­ir Geys­is­svæðið. Ljós­mynd/​Aðsend

    Klaki fer á þjóðveg­inn 

    Dag­ur nefn­ir að Vega­gerðin hafi í morg­un reynt að hreinsa upp úr læk fyr­ir utan hvera­svæðið þar sem laust efni frá svæðinu hef­ur safn­ast þar sam­an og stíflað læk­inn með þeim af­leiðing­um að vatn hef­ur flætt yfir þjóðveg­inn, eins og sjá má í meðfylgj­andi mynd­skeiði sem var tekið snemma í morg­un. Þar kem­ur fjöldi ferðamanna jafn­an askvaðandi á bíl­um sín­um, en vegna klak­ans sem mynd­ast þarf fólkið að hemla snar­lega.

    „Svo erum við að reyna að gera þetta inn­an svæðis­ins með hand­skófl­um og lít­illi gröfu,“ grein­ir hann frá og á við vatnið sem flæðir á stíg­ana þar.

    Hann nefn­ir að starfs­menn sjái ekki þegar vatns­gus­urn­ar fara í læk­inn, held­ur ein­göngu þegar það hækk­ar í hon­um.

    Dag­ur seg­ir að vegna þess­ar­ar auknu virkni á svæðinu gjósi Strokk­ur í kring­um fimm til níu sinn­um á mínutu með ein­hverju milli­bili.

    Áður en virkn­in jókst gaus hann einu sinni á átta til tólf mín­útna fresti.

    Strokkur í gær.
    Strokk­ur í gær. Ljós­mynd/​Aðsend

    40 til 50 bein­brot á ári

    Ferðamenn slasa sig reglu­lega á Geys­is­svæðinu, meðal ann­ars þegar hálka er. Allt árið um kring verða þarna í kring­um 40 til 50 bein­brot, auk þess sem fólk fær höfuðáverka eft­ir að hafa runnið í hálku, seg­ir Dag­ur.

    Þrjár vik­ur eru liðnar síðan karl­maður á átt­ræðis­aldri mjaðmagrind­ar­brotnaði á svæðinu en það óhapp gerðist ekki í hálku.

    mbl.is