Óskarsverðlaunaleikkona leitar að ástinni

Ást í Hollywood | 26. nóvember 2024

Óskarsverðlaunaleikkona leitar að ástinni

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er búin að skrá sig á stefnumótaforrit ríka og fræga fólksins, Raya. Leikkonan, sem er 49 ára, er nýlega orðin einhleyp en hún átti í nokkurra mánaða sambandi við fyrirsætuna Alex Dimitrijevic fyrr á árinu.

Óskarsverðlaunaleikkona leitar að ástinni

Ást í Hollywood | 26. nóvember 2024

Charlize Theron er stórglæsileg.
Charlize Theron er stórglæsileg. AFP/MIKE COPPOLA

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er búin að skrá sig á stefnumótaforrit ríka og fræga fólksins, Raya. Leikkonan, sem er 49 ára, er nýlega orðin einhleyp en hún átti í nokkurra mánaða sambandi við fyrirsætuna Alex Dimitrijevic fyrr á árinu.

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er búin að skrá sig á stefnumótaforrit ríka og fræga fólksins, Raya. Leikkonan, sem er 49 ára, er nýlega orðin einhleyp en hún átti í nokkurra mánaða sambandi við fyrirsætuna Alex Dimitrijevic fyrr á árinu.

Theron útbjó prófíl á stefnumótaforritinu nýverið og birti þó nokkrar myndir af sér til að tæla karlpeninginn.

Leikkonan, best þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Monster, Mad Max og Snow White and the Huntsman, hef­ur átt í nokkrum samböndum við þekkta leikara í Hollywood og má þar helst nefna Stuart Townsend, Sean Penn og Alexander Skarsgård.

Margar stjörnur hafa gert heiðarlega tilraun til þess að finna ástina með hjálp stefnumótaforritsins, en Hollywood-stjörnurnar Channing Tatum, Sharon Stone og Harry Styles eru allar sagðar vera með prófíl-síður á samfélagsmiðlinum.

Charlize Theron er mætt á Rayu.
Charlize Theron er mætt á Rayu. Skjáskot/Raya
mbl.is