Rósarkálssalat með ljúffengri fíkjudressingu

Uppskriftir | 26. nóvember 2024

Rósarkálssalat með ljúffengri fíkjudressingu

Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi og uppskriftahöfundur, alla jafna kölluð Jana, er sniðugri en flestir að setja saman holl og góð salöt. Hér er hún búin að setja saman rósarkálssalat sem hún ber fram með ljúffengri fíkjudressingu. Hægt er að leika sér með meðlætið en þetta kombó passar afar vel saman. Hægt er að fylgjast með Jönu í eldhúsinu á Instagram-síðu hennar hér.

Rósarkálssalat með ljúffengri fíkjudressingu

Uppskriftir | 26. nóvember 2024

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, býður upp á þetta …
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, býður upp á þetta ljúffenga rósarkálssalat með ljúffengri fíkjudressingu. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi og uppskriftahöfundur, alla jafna kölluð Jana, er sniðugri en flestir að setja saman holl og góð salöt. Hér er hún búin að setja saman rósarkálssalat sem hún ber fram með ljúffengri fíkjudressingu. Hægt er að leika sér með meðlætið en þetta kombó passar afar vel saman. Hægt er að fylgjast með Jönu í eldhúsinu á Instagram-síðu hennar hér.

Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi og uppskriftahöfundur, alla jafna kölluð Jana, er sniðugri en flestir að setja saman holl og góð salöt. Hér er hún búin að setja saman rósarkálssalat sem hún ber fram með ljúffengri fíkjudressingu. Hægt er að leika sér með meðlætið en þetta kombó passar afar vel saman. Hægt er að fylgjast með Jönu í eldhúsinu á Instagram-síðu hennar hér.

Rósarkálssalat með fíkjudressingu

  • 1,5 bolli soðnar linsubaunir
  • 3 bollar vatn
  • 1 msk. grænmetiskraftur
  • 300 g rósakál, skorið í mjög þunnar sneiðar, Jönu finnst gott að nota mandólín
  • 4 gulrætur, skornar mjög smátt, gott að nota mandólín
  • ½ bolli granateplafræ
  • Handfylli klettasalat
  • 10 g ferskt basil
  • 1/3 bolli karamellseraðar valhnetur (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • Fíkjudressing (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • Ferskar fíkjur til skrauts, ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á að sjóða linsubaunirnar.
  2. Setjið linsubaunirnar, vatn og grænmetiskraft í pott og látið suðuna koma upp.
  3. Lækkið síðan niður í suðunni og leyfið að malla í um það bil 20-25 mínútur.
  4. Meðan linsubaunirnar eru að sjóða er lag að gera valhneturnar, dressinguna og skera niður rósakálið og gulræturnar.

Samsetning:

  1. Setjið síðan allt saman, linsubaunir, rósakál, gulrætur, granateplafræ, klettasalat, basil, valhnetur og dressingu í skál og blandið vel saman.
  2. Upplagt er að skreyta síðan með ferskum fíkjum.

Fíkjudressing

  • 4 msk. góð ólífuolía
  • 2 msk. balsamik edik
  • 3 msk. (40 ml) fíkjusulta
  • 1/4 tsk. sjávarsalt
  • 1/4 tsk. svartur pipar
  • 1/8 tsk. hvítlauksduft

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman ofan í krukku með loki og hristið dressinguna vel saman.

Karamellseraðar valhnetur

  • 1/3 bolli valhnetur
  • 1-2 msk. akasíuhunang
  • 1/4 tsk. kanill
  • 1/4 tsk. salt

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið á pönnu og hitið á miðlungshita í um það bil 7 mínútur.
  2. Kælið fyrir notkun.

 

 

mbl.is