Seðlabankinn oftelur íbúðir

Seðlabankinn | 26. nóvember 2024

Seðlabankinn oftelur íbúðir

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), gerir athugasemdir við fullyrðingar í Peningamálum Seðlabankans, en þau komu út samhliða vaxtaákvörðun bankans sl. miðvikudag, sem birtar voru á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn sl.

Seðlabankinn oftelur íbúðir

Seðlabankinn | 26. nóvember 2024

Elmar hjá HMS segir Seðlabankann hafa oftalið þær íbúðir sem …
Elmar hjá HMS segir Seðlabankann hafa oftalið þær íbúðir sem eru í byggingu á landinu öllu í síðustu stýrivaxtaákvörðun. Morgunblaðið/Karitas

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), gerir athugasemdir við fullyrðingar í Peningamálum Seðlabankans, en þau komu út samhliða vaxtaákvörðun bankans sl. miðvikudag, sem birtar voru á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn sl.

Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), gerir athugasemdir við fullyrðingar í Peningamálum Seðlabankans, en þau komu út samhliða vaxtaákvörðun bankans sl. miðvikudag, sem birtar voru á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn sl.

Í Peningamálum var því haldið fram að 7.800 íbúðir væru í byggingu á landinu öllu í nóvember, sem er það mesta sem verið hefur frá árinu 2006.

„Þeir [Seðlabankinn] fá þessa tölu úr mælaborði sem HMS birti um íbúðir í byggingu og samþykkt byggingaráform. Við hjá HMS framkvæmum talningar að lágmarki tvisvar sinnum á ári, meðal annars til að fara yfir hvar raunverulega séu byggingarframkvæmdir hafnar. Út frá tölum sem Seðlabankinn tekur, að 7.800 íbúðir séu í byggingu á landinu öllu, sendi HMS út fréttatilkynningu í síðustu viku um að af þessum 7.800 íbúðum væru framkvæmdir ekki hafnar á 1.200 þeirra,“ segir Elmar í samtali við Morgunblaðið þegar hann er spurður nánar um þetta misræmi bankans.

Hann bendir á að bankinn hafi talið með íbúðir sem eingöngu sé búið að gefa út byggingarleyfi fyrir og gæti því tekið mörg ár að hefja framkvæmdir. „Þrátt fyrir að búið sé að gefa út byggingarleyfi vitum við að það getur tafist í langan tíma að hefja framkvæmdir. Við vitum að verktakar hafa verið að áfangaskipta og jafnvel hægja á byggingarverkefnum sínum og eru kannski ekki tilbúnir að fara af stað vegna sölutregðu og efnahagsástandsins,“ bendir Elmar á.

Elmar telur aðspurður að miðað við gögn HMS um byggingarsvæði sé réttara að segja að undir 7.000 íbúðir séu í byggingu á landinu öllu.

mbl.is