Beraði bossann í sánu

Instagram | 27. nóvember 2024

Beraði bossann í sánu

Söngkonan Melanie Janine Brown, best þekkt undir listamannsnafninu Mel B, leggur ýmislegt á sig til að viðhalda heilsusamlegu og unglegu útliti sínu.

Beraði bossann í sánu

Instagram | 27. nóvember 2024

Mel B er stórglæsileg.
Mel B er stórglæsileg. Ljósmynd/Frazer Harrison

Söngkonan Melanie Janine Brown, best þekkt undir listamannsnafninu Mel B, leggur ýmislegt á sig til að viðhalda heilsusamlegu og unglegu útliti sínu.

Söngkonan Melanie Janine Brown, best þekkt undir listamannsnafninu Mel B, leggur ýmislegt á sig til að viðhalda heilsusamlegu og unglegu útliti sínu.

Brown, sem gerði garðinn frægan með stúlknasveitinni Spice Girls snemma á tíunda áratug 20. aldar, er mikill aðdáandi „infrarauðra“ sána og ísbaða og gaf fylgjendum sínum innsýn í rútínu sína á Instagram nýverið.

Söngkonan, einnig þekkt sem „Hræðslukryddið“, tekur frá tíma fyrir sjálfa sig á hverjum degi til að rækta heilsuna, bæði líkamlega og andlega, og segir það afar mikilvægt, sérstaklega í hröðum heimi þar sem streita og álag er ríkjandi.

Brown, sem fagnar fimmtugsafmæli sínu næsta vor, er örugg í eigin skinni og deildi meðal ann­ars nektarmynd af sér í sánuklefanum.

Það eru margir ávinningar sem fylgja því að byrja daginn á ísbaði. Það hvetur til losunar dópamíns, eykur framleiðslu á taugaboðefnum og bætir einbeitingu. Það sama má segja um „infrarauðar“ sánur, en þær geta meðal annars hjálpað til við að losa eiturefni úr líkamanum, styrkt hjarta- og æðakerfið og bætt útlit húðar. 

mbl.is