Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson gerði á dögunum dramatískar breytingar á útliti sínu. Larson lét síða hárið fjúka og skartar nú svokallaðri pixie-klippingu.
Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson gerði á dögunum dramatískar breytingar á útliti sínu. Larson lét síða hárið fjúka og skartar nú svokallaðri pixie-klippingu.
Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson gerði á dögunum dramatískar breytingar á útliti sínu. Larson lét síða hárið fjúka og skartar nú svokallaðri pixie-klippingu.
Leikkonan, frægust fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Room, Captain Marvel og 21 Jump Street, frumsýndi nýja hárið á Instagram-síðu sinni í fyrradag og vakti færslan mikla athygli, en hátt í 200.000 manns líkuðu við færsluna á innan við sólarhring.
Bandaríska leikkonan þreytir frumraun sína á West End á næsta ári þegar hún leikur titilhlutverkið í leikverkinu Elektra. Larson klippti og litaði hárið fyrir hlutverk sitt í sýningunni.
„Elektra er mætt,” skrifaði leikkonan við tvær svarthvítar sjálfur.