Á morgun verður mál gegn sextán ára pilti þingfest í héraðsdómi, en hann er ákærður fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og að hafa stungið tvo önnur ungmenni á Menningarnótt. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 25. ágúst.
Á morgun verður mál gegn sextán ára pilti þingfest í héraðsdómi, en hann er ákærður fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og að hafa stungið tvo önnur ungmenni á Menningarnótt. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 25. ágúst.
Á morgun verður mál gegn sextán ára pilti þingfest í héraðsdómi, en hann er ákærður fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana og að hafa stungið tvo önnur ungmenni á Menningarnótt. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 25. ágúst.
Þinghald í málinu er lokað, en samkvæmt heimildum mbl.is var það ákvörðun dómara að hafa þinghaldið lokað. Þegar mbl.is óskaði skýringa á þeirri ákvörðun frá Héraðsdómi Reykjavíkur var vísað til ungs aldurs piltsins og þeirra sem fyrir árás hans urðu. Voru þau öll undir 18 ára aldri.
Vísar dómstóllinn í þessu samhengi í lög um meðferð sakamála þar sem dómara er heimilt að eigin frumkvæði eða eftir kröfu aðila málsins að loka lokað þinghald.
Almenna reglan þegar kemur að íslensku réttarfari er að þinghald skuli opið, eða „háð í heyranda hljóði“ eins og það er orðað í lögunum.
Fá fordæmi eru fyrir því að manndrápsmál séu lokuð. Með þessari ákvörðun dómara hefur það þó verið gert í fjórgang á rúmlega einu ári.
Í fyrra var ákveðið að hafa þinghald í manndrápsmáli í Hafnarfirði lokað, en þar voru fjögur ungmenni dæmd fyrir að hafa banað 27 ára gömlum manni frá Póllandi á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í apríl á síðasta ári. Hlaut aðalárásarmaðurinn fyrr á þessu ári 12 ára dóm fyrir sinn þátt, tveir aðrir menn fjögur ár og stúlka eins árs skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu.
Aðal árásarmaðurinn var 18 ára og fimm mánaða gamall þegar hann varð Pólverjanum að bana, en aðrir sakborningar voru undir aldri.
Nú í haust var svo annað mál þar sem ákveðið var að hafa þinghald lokað, en það var mál gegn móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi fyrir að hafa orðið syni sínum að bana að heimili þeirra að Nýbýlavegi.
Þá er þinghald lokað í máli sem enn er í gagni fyrir dómstólum þar sem karlmaður er ákærður fyrir að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl.
Þegar manndrápsmálið í Hafnarfirði var tekið fyrir í héraðsdómi sagði Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, við mbl.is að fá fordæmi væru fyrir því að þinghald væri lokað í manndrápsmálum. Þá voru 38 ár síðan barn hafði verið dæmt hér á landi áður fyrir manndráp, en það var í máli kennt við skemmtistaðinn Villta tryllta Villa árið 1985. Hlaut 15 ára drengur þá fjögurra ára skilorðsbundinn dóm vegna manndrápsins.
Þá var þinghald lokað í manndrápsmáli frá árinu 2000 þar sem Rúnar Bjarki Ríkharðsson var 22 ára að aldri þegar hann var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot, manndráp og líkamsárás. Ákvörðun dómsins um lokað þinghald var kærð til Hæstaréttar sem féllst á lokað þinghald vegna eðlis málsins.
Grein 10 í lögum um meðferð sakamála sem vísað er í þegar ákveðið er að hafa þinghald lokað er eftirfarandi:
Þinghöld skulu háð í heyranda hljóði. Dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, ef það er háð utan reglulegs þingstaðar, sakborningur er yngri en 18 ára eða hann telur það annars nauðsynlegt:
Uppfært: Eftir að fréttin var birt var bent á að fleiri mál hafa verið lokuð á undanförnum árum. Meðal annars svokallað Sandgerðismál þar sem karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tæplega fjórum árum fyrir að verða eiginkonu sinni að bana og í máli þar sem karlmaður er grunaður um að hafa banað sambýliskonu sinni á Akureyri í apríl. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þetta.