Victoria Silvstedt, fyrirsæta og sjónvarpskona, ætlar að taka þátt í undankeppni Eurovision í Svíþjóð þann 1. mars næstkomandi.
Victoria Silvstedt, fyrirsæta og sjónvarpskona, ætlar að taka þátt í undankeppni Eurovision í Svíþjóð þann 1. mars næstkomandi.
Victoria Silvstedt, fyrirsæta og sjónvarpskona, ætlar að taka þátt í undankeppni Eurovision í Svíþjóð þann 1. mars næstkomandi.
29 lög keppast um að taka þátt fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision-keppninni sem fer fram í Basel í Sviss um miðjan maí. Silvstedt mun flytja lagið Love It! eftir þá Jimmy Jansson og Thomas G:son.
Úrslitakvöld sænsku undankeppninnar fer fram þann 8. mars næstkomandi.
Silvstedt, sem er 50 ára, er vel þekkt í Svíþjóð og víða um heim. Hún var krýnd Miss World Sweden árið 1993 og hefur prýtt forsíður tímarita, þar á meðal Playboy, og gengið tískupalla fyrir þekktustu tískuhús heims. Hún hefur einnig látið taka til sín á hvíta tjaldinu og fór með hlutverk í bandarísku þáttaröðinni Melrose Place og kvikmyndunum Out Cold og Boat Trip.
Silvstedt greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni í gærdag og fékk frábærar undirtektir.