Marius Borg Høiby, 27 ára sonur norsku krónprinsessunnar Metta-Marit, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn þann 18. nóvember, grunaður um nauðgun, og var í framhaldi úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.
Marius Borg Høiby, 27 ára sonur norsku krónprinsessunnar Metta-Marit, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn þann 18. nóvember, grunaður um nauðgun, og var í framhaldi úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.
Marius Borg Høiby, 27 ára sonur norsku krónprinsessunnar Metta-Marit, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn þann 18. nóvember, grunaður um nauðgun, og var í framhaldi úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.
Lögreglan hefur nú hafið rannsókn vegna mögulegrar annarrar nauðgunar.
Vegna skorts á sönnunargögnum var þó ekki hægt að framlengja gæsluvarðhald yfir Høiby, sem neitar sök í báðum málum.
Í gegnum árin hefur stjúpsonur Hákons krónprins Noregs valdið vandræðum. Hann var handtekinn í ágúst sl. vegna líkamsárásar gegn þáverandi kærustu sinni og var hann þá úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Høiby var handtekinn aftur í september fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni, og í tilkynningu lögreglu kom fram að hann hefði verið í bíl ásamt fyrrverandi kærustu sinni þegar hann var handtekinn á mánudagskvöldið.