Sleppt úr haldi lögreglu

Kóngafólk | 27. nóvember 2024

Sleppt úr haldi lögreglu

Marius Borg Høi­by, 27 ára sonur norsku krónprinsessunnar Metta-Marit, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn þann 18. nóvember, grunaður um nauðgun, og var í framhaldi úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Sleppt úr haldi lögreglu

Kóngafólk | 27. nóvember 2024

Marius Borg Høiby hefur verið látinn laus.
Marius Borg Høiby hefur verið látinn laus. Ljósmynd/AFP

Marius Borg Høi­by, 27 ára son­ur norsku krón­prins­ess­unn­ar Metta-Ma­rit, hef­ur verið sleppt úr gæslu­v­arðhaldi. Hann var hand­tek­inn þann 18. nóv­em­ber, grunaður um nauðgun, og var í fram­haldi úr­sk­urðaður í viku­langt gæslu­v­arðhald.

Marius Borg Høi­by, 27 ára son­ur norsku krón­prins­ess­unn­ar Metta-Ma­rit, hef­ur verið sleppt úr gæslu­v­arðhaldi. Hann var hand­tek­inn þann 18. nóv­em­ber, grunaður um nauðgun, og var í fram­haldi úr­sk­urðaður í viku­langt gæslu­v­arðhald.

Lög­regl­an hef­ur nú hafið rann­sókn vegna mögu­legr­ar annarr­ar nauðgun­ar.

Vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um var þó ekki hægt að fram­lengja gæslu­v­arðhald yfir Høi­by, sem neit­ar sök í báðum mál­um.

Hand­tek­inn í ág­úst og aft­ur í sept­em­ber

Í gegn­um árin hef­ur stjúp­son­ur Hákons krón­prins Nor­egs valdið vand­ræðum. Hann var hand­tek­inn í ág­úst sl. vegna lík­ams­árás­ar gegn þáver­andi kær­ustu sinni og var hann þá úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald.

Høi­by var hand­tek­inn aft­ur í sept­em­ber fyr­ir að hafa brotið gegn nálg­un­ar­banni, og í til­kynn­ingu lög­reglu kom fram að hann hefði verið í bíl ásamt fyrr­ver­andi kær­ustu sinni þegar hann var hand­tek­inn á mánu­dags­kvöldið.

mbl.is