Glamúr jól í Monte-Carlo

Borgarferðir | 28. nóvember 2024

Glamúr jól í Monte-Carlo

Það ætti ekki að koma á óvart, þar sem Mónakó er eitt smæsta ríki í heimi, að jólamarkaðurinn þar sé lítill í samanburði við þessa stóru í Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Sviss. Hins vegar er hægt að búast við öllu meiri glamúr en gengur og gerist.

Glamúr jól í Monte-Carlo

Borgarferðir | 28. nóvember 2024

Jólin geta breyst í glamúr-vertíð í einu smæsta ríki heims, …
Jólin geta breyst í glamúr-vertíð í einu smæsta ríki heims, Mónakó. Samsett mynd/Instagram

Það ætti ekki að koma á óvart, þar sem Mónakó er eitt smæsta ríki í heimi, að jóla­markaður­inn þar sé lít­ill í sam­an­b­urði við þessa stóru í Þýskalandi, Aust­ur­ríki, Frakklandi og Sviss. Hins veg­ar er hægt að bú­ast við öllu meiri glamúr en geng­ur og ger­ist.

Það ætti ekki að koma á óvart, þar sem Mónakó er eitt smæsta ríki í heimi, að jóla­markaður­inn þar sé lít­ill í sam­an­b­urði við þessa stóru í Þýskalandi, Aust­ur­ríki, Frakklandi og Sviss. Hins veg­ar er hægt að bú­ast við öllu meiri glamúr en geng­ur og ger­ist.

Tíma­bil hátíðanna er alltaf sér­stak­ur tími und­ir Mónakó-sól­inni, frá Car­ré d'Or eða Gullna torg­inu niður að sjáv­ar­síðunni, er heill­andi jóla­and­inn allt um kring. 

Í des­em­ber breyt­ist Monte-Car­lo í Mónakó í áfangastað æv­in­týra og borg­in er færð í jóla­bún­ing. Fursta­dæmið er glæsi­lega skreytt og þar er held­ur bet­ur hægt að njóta sín í faðmi fjöl­skyldu eða vina. 

Ljósum er varpað á sögufrægar bygginar í Monte-Carlo.
Ljós­um er varpað á sögu­fræg­ar byggin­ar í Monte-Car­lo. Skjá­skot/​In­sta­gram
Fagurlega skreytt jólatré kæta stóra sem smáa.
Fag­ur­lega skreytt jóla­tré kæta stóra sem smáa. Skjá­skot/​In­sta­gram

Jóla­sveinn­inn fer líka til Mónakó

Ljós­in verða tendruð 30. nóv­em­ber á goðsagna­kenndu kenni­leiti Mónakó, Place du Casino þar sem bygg­ing­arn­ar við torgið, Monte-Car­lo-spila­vítið og Hôtel de Par­is Monte-Car­lo, verða klædd­ar í hátíðarbún­ing. Tign­ar­lega tréð í and­dyri hót­els­ins er skreytt af skart­gripa­fyr­ir­tæk­inu Chop­ard.

Jóla­sveinn­inn mæt­ir til Mónakó síðar í des­em­ber og hef­ur þar viðveru dag­ana 21., 22., 24. og 25. des­em­ber á Place du Casino. Hægt er að fá mynd af sér með sveinka und­ir fögr­um tón­um gospelkórs sem syng­ur á tröpp­um spila­vít­is­ins.

Í and­dyri hót­els­ins Par­is Monte-Car­lo er boðið upp á hátíðlegt síðdeg­iste frá 14. des­em­ber til 7. janú­ar. Und­ir gler­hvelf­ingu Hermita­ge Monte-Car­lo hót­els­ins er hægt að velja úr sæta­brauði og afþrey­ingu fyr­ir börn­in.

Við Beaumarchais-torgið, á móti hót­el­inu, er hægt setj­ast niður og fá sér kampa­víns­glas. 

Við Beaumarchais-torgið, á móti hótelinu, er hægt setjast niður og …
Við Beaumarchais-torgið, á móti hót­el­inu, er hægt setj­ast niður og fá sér kampa­víns­glas. Skjá­skot/​In­sta­gram

Meiri lúx­us

Jóla­gjafa­leiðangr­in­um er vel varið á Monte-Car­lo Christ­mas Shopp­ing Promena­de, en þar má finna merkja­vöru frá stóru tísku­hús­un­um, skart­gripi og hönn­un.

Í Port Hercule er jólaþorp sem ætti að hrífa jafnt unga sem aldna. Í líf­legu um­hverfi með út­sýni yfir snekkj­urn­ar sem liggja í höfn. 

Það er ekki líklegt að fara til Mónakó sé ætlunin …
Það er ekki lík­legt að fara til Mónakó sé ætl­un­in að fara í spar­samt frí. Skjá­skot/​In­sta­gram

Mat­ar­upp­lif­un­in engri lík

Á flest­um veit­inga­stöðum, eins og Monte-Car­lo Société des Bains, er að finna hátíðarmat­seðla sem sam­an­standa af bestu rétt­un­um.

Einnig er mælt með ógleym­an­leg­um jóla­há­deg­is­verði á ein­hverj­um af Michel­in-stjörnu veit­inga­stöðunum og hátíðar­kvöld­verði á veit­ingastaðnum Blue Bay Marcel Ravin, sem stát­ar af tveim­ur Michel­in-stjörn­um.

Le Grill, sem einnig er Michel­in-stjörnu staður, er spenn­andi kost­ur en hann er á átt­undu hæð Par­is Monte-Car­lo hót­els­ins. 

Þann 25. des­em­ber er hægt að gæða sér á hátíðar­dög­urð á Ca­lyp­so-svæðinu á Monte-Car­lo Bay hót­el­inu með út­sýni yfir sjó­inn.

Tignarlega tréð fyrir utan spilavítið í Monte-Carlo.
Tign­ar­lega tréð fyr­ir utan spila­vítið í Monte-Car­lo. Skjá­skot/​In­sta­gram

Monte-Car­lo spm

mbl.is