Sjónvarpsmanni vikið tímabundið úr starfi fyrir kynferðislega áreitni

Poppkúltúr | 28. nóvember 2024

Sjónvarpsmanni vikið tímabundið úr starfi fyrir kynferðislega áreitni

Sjónvarpsmaðurinn Gregg Wallace, líklega best þekktur fyrir að vera kynnir og dómari í bresku þáttaröð MasterChef, hefur verið vikið tímabundið frá störfum eftir að ásakanir um meint blygðunarbrot komu upp á yfirborðið.

Sjónvarpsmanni vikið tímabundið úr starfi fyrir kynferðislega áreitni

Poppkúltúr | 28. nóvember 2024

Gregg Wallace hefur verið kynnir MasterChef UK frá árinu 2005.
Gregg Wallace hefur verið kynnir MasterChef UK frá árinu 2005. Skjáskot/Instagram

Sjón­varps­maður­inn Gregg Wallace, lík­lega best þekkt­ur fyr­ir að vera kynn­ir og dóm­ari í bresku þáttaröð MasterChef, hef­ur verið vikið tíma­bundið frá störf­um eft­ir að ásak­an­ir um meint blygðun­ar­brot komu upp á yf­ir­borðið.

Sjón­varps­maður­inn Gregg Wallace, lík­lega best þekkt­ur fyr­ir að vera kynn­ir og dóm­ari í bresku þáttaröð MasterChef, hef­ur verið vikið tíma­bundið frá störf­um eft­ir að ásak­an­ir um meint blygðun­ar­brot komu upp á yf­ir­borðið.

13 manns hafa stigið fram og ásakað Wallace um kyn­ferðis­lega áreitni, en ásak­an­irn­ar ná al­veg aft­ur til árs­ins 2007.

Skoska frétta­kon­an Kir­steen Anne Wark er meðal þeirra sem ásakað hafa Wallace, en hún tók þátt í Celebrity MasterChef árið 2011 og sagði hann hafa sagt afar óviðeig­andi hluti.

Wark ræddi við BBC News ný­verið og greindi frá upp­lif­un sinni. Hún sagði Wallace meðal ann­ars hafa sagt óviðeig­andi brand­ara, talað op­in­skátt um kyn­líf sitt fyr­ir fram­an kepp­end­ur og beðið um nudd. Fleiri hafa sömu sög­ur að segja af sjón­varps­mann­in­um. 

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Banijay UK hef­ur hafið form­lega rann­sókn á ásök­un­um sem lög­fræðing­ar Wallace segja upp­spuna. 

mbl.is