Sjónvarpsmaðurinn Gregg Wallace, líklega best þekktur fyrir að vera kynnir og dómari í bresku þáttaröð MasterChef, hefur verið vikið tímabundið frá störfum eftir að ásakanir um meint blygðunarbrot komu upp á yfirborðið.
Sjónvarpsmaðurinn Gregg Wallace, líklega best þekktur fyrir að vera kynnir og dómari í bresku þáttaröð MasterChef, hefur verið vikið tímabundið frá störfum eftir að ásakanir um meint blygðunarbrot komu upp á yfirborðið.
Sjónvarpsmaðurinn Gregg Wallace, líklega best þekktur fyrir að vera kynnir og dómari í bresku þáttaröð MasterChef, hefur verið vikið tímabundið frá störfum eftir að ásakanir um meint blygðunarbrot komu upp á yfirborðið.
13 manns hafa stigið fram og ásakað Wallace um kynferðislega áreitni, en ásakanirnar ná alveg aftur til ársins 2007.
Skoska fréttakonan Kirsteen Anne Wark er meðal þeirra sem ásakað hafa Wallace, en hún tók þátt í Celebrity MasterChef árið 2011 og sagði hann hafa sagt afar óviðeigandi hluti.
Wark ræddi við BBC News nýverið og greindi frá upplifun sinni. Hún sagði Wallace meðal annars hafa sagt óviðeigandi brandara, talað opinskátt um kynlíf sitt fyrir framan keppendur og beðið um nudd. Fleiri hafa sömu sögur að segja af sjónvarpsmanninum.
Framleiðslufyrirtækið Banijay UK hefur hafið formlega rannsókn á ásökunum sem lögfræðingar Wallace segja uppspuna.