Dæturnar hafa verulegar áhyggjur

Kóngafólk | 29. nóvember 2024

Dæturnar hafa verulegar áhyggjur

Beatrice prinsessa og Eugenie prinsessa eru sagðar afar áhyggjufullar um föður sinn Andrés prins. Konunglegur sérfræðingur segir þær skiptast á að heimsækja hann. 

Dæturnar hafa verulegar áhyggjur

Kóngafólk | 29. nóvember 2024

Andrés prins er sagður einmana eftir hneykslið og fer ekki …
Andrés prins er sagður einmana eftir hneykslið og fer ekki úr húsi. AFP

Beatrice prinsessa og Eugenie prinsessa eru sagðar afar áhyggjufullar um föður sinn Andrés prins. Konunglegur sérfræðingur segir þær skiptast á að heimsækja hann. 

Beatrice prinsessa og Eugenie prinsessa eru sagðar afar áhyggjufullar um föður sinn Andrés prins. Konunglegur sérfræðingur segir þær skiptast á að heimsækja hann. 

Andrés prins hefur átt erfitt upp á síðkastið eftir að hann varð að segja sig frá konunglegum störfum vegna Epstein málsins. Þá vill Karl konungur að hann flytji úr Royal Lodge og í minna og ódýrara húsnæði. 

„Beatrice er mjög umhugað um föður sinn og vill vernda hann, miklu meira en Eugenie. Ég held að þær hafi miklar áhyggjur af honum. Þær skiptast á að heimsækja hann, líkt og hann sé á elliheimili eða eitthvað,“ segir Charlotte Griffiths blaðamaður Daily Mail í hlaðvarpsþættinum Palace Confidential en þess má geta að Andrés prins er 64 ára.

Breskir fjölmiðlar hafa veitt því athygli að systurnar eru að verja heilu helgunum á setri Andrésar prins og taka jafnvel börn sín með. Þetta sé gert til þess að rjúfa sívaxandi einangrun hans og lyfta skapi hans.

„Hann virðist sitja einn heima og fer varla út úr húsi. Stundum fer hann á hestbak en hann á ekkert félagslíf. Þær eru að taka að sér foreldrahlutverkið með því að annast föður sinn með þessum hætti.“

„Allt sem hann átti hefur verið tekið frá honum og virði hans orðið að engu. Þetta er maður sem þreifst á að mæta í veislur og sýna hvern hann þekkir og hversu frábær hann er. Þangað sótti hann virði sitt, að vera frægur og merkilegur.“

Systurnar Eugenie og Beatrice eru afar nánar og elska foreldra …
Systurnar Eugenie og Beatrice eru afar nánar og elska foreldra sína. Skjáskot/Instagram
mbl.is