Helga Gabríela og Frosti fagna tíu ára sambandsafmæli

Instagram | 29. nóvember 2024

Helga Gabríela og Frosti fagna tíu ára sambandsafmæli

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og eiginkona hans, Helga Gabríela Sigurðardóttir kokkur, fagna tíu ára sambandsafmæli sínu í dag.

Helga Gabríela og Frosti fagna tíu ára sambandsafmæli

Instagram | 29. nóvember 2024

Helga Gabríela og Frosti eru glæsileg hjón.
Helga Gabríela og Frosti eru glæsileg hjón. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og eiginkona hans, Helga Gabríela Sigurðardóttir kokkur, fagna tíu ára sambandsafmæli sínu í dag.

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og eiginkona hans, Helga Gabríela Sigurðardóttir kokkur, fagna tíu ára sambandsafmæli sínu í dag.

Í tilefni þess deildi Frosti fallegri færslu á Instagram-reikningi sínum með tíu myndum af parinu í gegnum árin og birti hann eina mynd fyrir hvert ár.

„Tíminn flýgur með Helgu Gabríelu. Í dag er sléttur áratugur síðan við fórum á okkar fyrsta stefnumót. Það er óhætt að segja að upp frá þeim degi hafi lukkan farið að snúast mér í vil og lífið byrjað að blómstra.

Hver dagur hefur verið öðrum betri með minni einu sönnu ást og það er alfarið henni að þakka að síðustu 10 ár hafa verið allra bestu ár lífs míns.

Börnin okkar, Logi, Máni og Birta eru sennilega besta sönnun þess hve gjöfult hjónaband okkar hefur verið en Helga hefur líka fært mér óendanlega gleði, festu og þann stuðning sem hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Þegar við kynntumst var ég sannarlega aðeins yngri og vitlausari en það eru forréttindi að fá að vera samferða henni og þroskast bæði og styrkjast.

Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi þegar ég vakna með Helgu Gabríelu mér við hlið,“ skrifar Frosti við færsluna.

Frosti og Helga Gabríela gengu hjónaband þann 31. janúar 2021. Brúðkaupið fór fram í Háteigskirkju. Hjónin eiga þrjú börn.

View this post on Instagram

A post shared by Frosti Logason (@frostiloga)

mbl.is