Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd hjá sýslumannsembættunum í Norðausturkjördæmi þ.e. Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd hjá sýslumannsembættunum í Norðausturkjördæmi þ.e. Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd hjá sýslumannsembættunum í Norðausturkjördæmi þ.e. Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra en atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 17 í dag.
Samtals voru greidd utankjörfundaratkvæði hjá embættunum 6.116 talsins en á kjörskrá í kjördæminu eru um 31.500 kjósendur. Verði kjörsókn 80% má því ætla að atkvæði greidd utankjörfundar kunni að nema allt að 30% greiddra atkvæða.
Segir í tilkynningu sýslumannsins að aukning á Austurlandi sé veruleg og að ekki kæmi á óvart ef utankjörfundaratkvæði mynduðu hærra hlutfall greiddra atkvæða en dæmi hafa verið um áður á landsvísu.
„Veðursveifla“ hafi verið í kjörsókn þar sem helmingi fleiri atkvæði hafi verið greidd í gær en á fimmtudaginn sem teljist óvenjulegt. Það sýni aftur á móti afgerandi viðbrögð kjósenda á Austurlandi og Norðurlandi eystra við veðurspánni.
Kjörstöðum í kjördæminu var fjölgað vegna veðurspárinnar auk þess sem opnunartími var sums staðar rýmkaður.