„Það er nokkuð tímafrek ferð fyrir höndum með atkvæði frá Hornafirði, það mun taka svolítinn tíma af veðurástæðum.“
„Það er nokkuð tímafrek ferð fyrir höndum með atkvæði frá Hornafirði, það mun taka svolítinn tíma af veðurástæðum.“
„Það er nokkuð tímafrek ferð fyrir höndum með atkvæði frá Hornafirði, það mun taka svolítinn tíma af veðurástæðum.“
Þetta segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Hann segir kjörfund hafa gengið vel og að utankjörfundaratkvæði hafi verið sýnilega fleiri.
Hann þori ekki að fullyrða um hvers vegna en helst ímyndar hann sér að það sé tengt árstímanum eða því að kjósendur kunni að hafa haft önnur helgarplön en að fara á kjörstað. Helst hafi fólk í Öræfasveit verið duglegt við að kjósa utan kjörfundar.
Hann vonist til að vera með fyrstu tölur von bráðar en að hann eigi von á að atkvæðin frá Hornafirði skili sér fyrst um fimmleytið í nótt.