Fjarðarheiði opnuð á ný

Veður | 30. nóvember 2024

Fjarðarheiði opnuð á ný

Það styttist í að Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar verði opnuð á ný en henni var lokað um tíuleytið í morgun.

Fjarðarheiði opnuð á ný

Veður | 30. nóvember 2024

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Emil Theodór Guðmundsson

Það styttist í að Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar verði opnuð á ný en henni var lokað um tíuleytið í morgun.

Það styttist í að Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar verði opnuð á ný en henni var lokað um tíuleytið í morgun.

„Mokstursbíllinn er að klára að moka og það styttist í opnun,“ segir á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.

Vegurinn yfir Vopnafjarðarheiði er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þrátt fyrir óvissustig. Það sama má segja um veginn um Möðrudalsöræfi.

Uppfært klukkan 16.30

Búið er að opna veginn um Fjarðarheiði.

mbl.is