Guðbrandur telur að staðan geti breyst

Alþingiskosningar 2024 | 30. nóvember 2024

Guðbrandur telur að staðan geti breyst

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, er nokkuð ánægður með fyrstu tölur úr kjördæminu en telur að það sé meira inni. Hann heldur í vonina um að flokkurinn fái tvo menn kjörna í kjördæminu. 

Guðbrandur telur að staðan geti breyst

Alþingiskosningar 2024 | 30. nóvember 2024

Guðbrandur ásamt Söndru Sigurðardóttur sem skipar annað sæti á lista …
Guðbrandur ásamt Söndru Sigurðardóttur sem skipar annað sæti á lista Viðreisnar í kjördæminu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, er nokkuð ánægður með fyrstu tölur úr kjördæminu en telur að það sé meira inni. Hann heldur í vonina um að flokkurinn fái tvo menn kjörna í kjördæminu. 

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, er nokkuð ánægður með fyrstu tölur úr kjördæminu en telur að það sé meira inni. Hann heldur í vonina um að flokkurinn fái tvo menn kjörna í kjördæminu. 

Þetta segir hann í samtali við mbl.is á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg.

„Ég er bara glaður að heyra þessar tölur,“ segir Guðbrandur og bætir við að hann vonist til þess að eitthvað stórkostlegt gerist í kvöld. 

Heldur að það eigi eftir að koma frá Suðurnesjum

Í síðustu þingkosningum var Guðbrandur uppbótarþingmaður en nú er hann kjördæmakjörinn þar sem flokkurinn er með 10,7% fylgi samkvæmt fyrstu tölum. 

„Við erum að bæta töluvert við okkur í fylgi miðað við fyrstu tölur. En við erum með stórt og mikið svæði og ég held að þessar fyrstu tölur hafi komið af Suðurlandinu, við eigum svo eftir að sjá Suðurnesin detta inn – það gæti breytt stöðunni. En ég er bara vongóður og er bara spenntur fram í nóttina.“

mbl.is