„Það hefur allt sloppið til“

Alþingiskosningar 2024 | 30. nóvember 2024

„Það hefur allt sloppið til“

„Það hefur gengið vonum framar, kjörfundir hafa gengið mjög vel. Það kemur ekki til þess að við þurfum að loka neinum kjördeildum fyrr en á auglýstum tíma. Það hefur allt sloppið til,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi.

„Það hefur allt sloppið til“

Alþingiskosningar 2024 | 30. nóvember 2024

Staðan lítur töluvert betur út en í morgun.
Staðan lítur töluvert betur út en í morgun. Samsett mynd

„Það hefur gengið vonum framar, kjörfundir hafa gengið mjög vel. Það kemur ekki til þess að við þurfum að loka neinum kjördeildum fyrr en á auglýstum tíma. Það hefur allt sloppið til,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi.

„Það hefur gengið vonum framar, kjörfundir hafa gengið mjög vel. Það kemur ekki til þess að við þurfum að loka neinum kjördeildum fyrr en á auglýstum tíma. Það hefur allt sloppið til,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi.

Eins og veðurspáin leit út í gær voru taldar einhverjar líkur á því að loka þyrfti kjörstöðum vegna veðurs, en þá hefði þurft að fresta talningu atkvæða á öllu landinu. 

„Aðalatriðið fyrir okkur var að kjörfundir gætu verið á auglýstum tíma. Þó að talningu seinki eitthvað þá er það minna mál,“ útskýrir Gestur.

Það líti þó ágætlega út með kvöldið og því ætti að ganga þokkalega að ná kjörgögnum á talningarstaði, þó búast megi við einhverri seinkun vegna færðar.

Veðrið að ganga fyrr niður

Staðan lítur því töluvert betur út en hún gerði í morgun, en þá taldi Gestur að illa gæti gengið að koma kjörgögnunum á talningarstaði og að tölur yrðu seint á ferðinni.

„Veðrið virðist vera að ganga niður á Miðausturlandi fyrr en menn höfðu áætlanir um. Menn telja enga vankanta á færð þannig að það verði einhvers staðar lokað. Þeir eru búnir að opna Fjarðarheiðina og Vatnsskarðið. Það eru helstu fjallvegir sem þarf að fara og eru farartálmar. Hitt kemur svo bara ströndina.“

Ánægð með hvað rættist úr

Gestur segir að vel hafi gengið að halda kjörfundi í dag og að kjörsókn sé víðast hvar góð. Kjósendum hafi gengið þokkalega að komast á kjörstað þrátt fyrir slæma færð.

„Vegagerðin hélt vegum opnum og sveitarfélögin voru dugleg að aðstoða innanbæjar. Við erum bara tiltölulega ánægð með hvað rættist úr þessu.“

mbl.is