„Þetta breytist sjálfsagt ekkert stórkostlega úr þessu, þó það verði kannski einhverjar breytingar á milli manna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sem fær að óbreyttu ekki sæti á þingi miðað við talin atkvæði yfirstandandi alþingiskosninga.
„Þetta breytist sjálfsagt ekkert stórkostlega úr þessu, þó það verði kannski einhverjar breytingar á milli manna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sem fær að óbreyttu ekki sæti á þingi miðað við talin atkvæði yfirstandandi alþingiskosninga.
„Þetta breytist sjálfsagt ekkert stórkostlega úr þessu, þó það verði kannski einhverjar breytingar á milli manna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sem fær að óbreyttu ekki sæti á þingi miðað við talin atkvæði yfirstandandi alþingiskosninga.
Hann segir vonbrigði að fá ekki sæti á þingi en hann hafði eftirlátið Höllu Hrund Logadóttur oddvitasæti sitt og hún virðist nú verða eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
„Tilgangurinn að sækja fram var að halda betri stöðu. Ég var að spila sókn og það eru auðvitað vonbrigði ef það gengur ekki eftir,“ segir hann.
„En það er auðvitað ekki búið, það hafa bara komið einar tölur úr Suðurkjördæmi,“ bætir formaðurinn við en þegar viðtal þetta var tekið var aðeins búið að telja 9 þúsund atkvæði í kjördæminu.
En hvað þýðir það fyrir þig sem formann að komast ekki inn á þing?
„Það kemur bara í ljós,“ svarar hann og bætir við að síðustu: „Við byrjum að láta að klára að telja úr kössunum áður en ég fer að tjá mig um það.“