Gísli M. Auðbergsson, formaður yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð, ekur nú um með kjörkassa á leiðinni á Egilsstaðaflugvöll. Færðin mætti vera betri en hann lofar blaðamanni að aka varlega með atkvæðin í skottinu.
Gísli M. Auðbergsson, formaður yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð, ekur nú um með kjörkassa á leiðinni á Egilsstaðaflugvöll. Færðin mætti vera betri en hann lofar blaðamanni að aka varlega með atkvæðin í skottinu.
Gísli M. Auðbergsson, formaður yfirkjörstjórnar í Fjarðabyggð, ekur nú um með kjörkassa á leiðinni á Egilsstaðaflugvöll. Færðin mætti vera betri en hann lofar blaðamanni að aka varlega með atkvæðin í skottinu.
Kjörsókn í Fjarðabyggð er um 70,9%, 1.729 greiddu atkvæði á kjörstað og 730 utankjörfundar, en fjöldi utankjörfundaratkvæða sem borist hefur kjördeildum utan sveitarfélagsins eða erlendis frá liggur ekki fyrir og er því ekki í þessum tölum
„Við erum að smala saman kössum úr Fjarðabyggð. Ég er kominn með í skottið Norðfjörð, Eskifjörð og Reyðarfjörð,“ segir Gísli í samtali við mbl.is.
„Og það er bíll að koma í veg fyrir mig frá Suðurfjörðunum og hann er rétt ókominn í Fáskrúðsfjörð en hann á rétt eftir að koma með einn kassa og koma svo yfir á Reyðarfjörð til mín.“
Hann á eftir að sækja kjörkassa í Fagradal en síðan ekur hann með þá á Egilsstaðaflugvöll.
En hvernig er færðin?
„Færðin er búin að vera erfið. En við gátum samið við plóginn sem var að fara frá Norðfirði að taka þetta fyrir okkur á Eskifjörð. Þar er kolvitlaust veður og lokað,“ svarar Gísli.
„Svo á Suðurfjörðunum hafa einhverjir ferðamenn verið stopp og tafið snjórenning og vesen, en það er búið að bjarga.“
En þú lofar að aka varlega, er það ekki?
„Jú jú jú, að sjálfsögðu,“ svarar hann og hlær við.
„Ég reyni nú aðeins að gera þetta hraðar en hægar en ekkert óvarlega.“