Gísli Pálmi eignaðist dóttur

Frægir fjölga sér | 2. desember 2024

Gísli Pálmi eignaðist dóttur

Gísli Pálmi Sigurðsson rappari eignaðist dóttur 23. júlí í sumar. Móðir stúlkunnar er Írena Líf Svavarsdóttir félagsráðgjafi. Vísir greindi frá þessu. 

Gísli Pálmi eignaðist dóttur

Frægir fjölga sér | 2. desember 2024

Rapparinn Gísli Pálmi er orðinn pabbi.
Rapparinn Gísli Pálmi er orðinn pabbi. mbl.is/Eggert

Gísli Pálmi Sigurðsson rappari eignaðist dóttur 23. júlí í sumar. Móðir stúlkunnar er Írena Líf Svavarsdóttir félagsráðgjafi. Vísir greindi frá þessu. 

Gísli Pálmi Sigurðsson rappari eignaðist dóttur 23. júlí í sumar. Móðir stúlkunnar er Írena Líf Svavarsdóttir félagsráðgjafi. Vísir greindi frá þessu. 

Gísli Pálmi sló í gegn árið 2015 þegar hann gaf út samnefnda plötu en síðan þá hefur hann giggað með hinum og þessum í hinni íslensku tónlistarsenu. Eitthvað hefur hann verið með annan fótinn í Lundúnum en þegar hann er hérlendis býr hann í Skuggahverfinu. 

Faðir hans, Sigurður Gísli Pálmason, athafnamaður og eigandi IKEA á Íslandi, hefur keypt nokkrar íbúðir í húsinu og býr Gísli Pálmi í einni þeirra. 

Írena Líf er dóttir Rúnu Magdalenu Guðmundsdóttur eig­anda Hár­galle­rís á Lauga­veg­in­um. Rúna Magdalena var fyrirsæta á sínum yngri árum og ein af þessum skvísum sem eru alltaf óaðfinnanlegar til fara. 

Smartland óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkubarnið! 

mbl.is