Sveif um dansgólfið í örmum föður síns

Poppkúltúr | 2. desember 2024

Sveif um dansgólfið í örmum föður síns

Apple Martin, dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna Chris Martin og Gwyneth Paltrow, sveif um dansgólfið í örmum föður síns á hinum árlega Le Bal de Débutantes-dansleik í París á laugardagskvöldið.

Sveif um dansgólfið í örmum föður síns

Poppkúltúr | 2. desember 2024

Þetta var án efa ógleymanleg kvöldstund fyrir foreldra Apple og …
Þetta var án efa ógleymanleg kvöldstund fyrir foreldra Apple og foreldra hennar. Samsett mynd

Apple Martin, dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna Chris Martin og Gwyneth Paltrow, sveif um dansgólfið í örmum föður síns á hinum árlega Le Bal de Débutantes-dansleik í París á laugardagskvöldið.

Apple Martin, dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna Chris Martin og Gwyneth Paltrow, sveif um dansgólfið í örmum föður síns á hinum árlega Le Bal de Débutantes-dansleik í París á laugardagskvöldið.

Stúlkan, sem er tvítug að aldri og stundar nám í ensku við Vanderbilt-háskólann í Nashville, vakti mikla athygli í himinbláum síðkjól frá ítalska tískuhúsinu Valentino. Hún var ein af hefðarmeyjum kvöldsins og þótti bjóða af sér góðan þokka.

Apple mætti með ungan sjarmör upp á arminn, en fylgdarmaður hennar var enginn annar en þýsk-hollenski aðalsmaðurinn Leo Henckel von Donnersmarck.

Fjölskylda Apple var öll mætt til að fagna þessari stund með henni, en foreldrar hennar, yngri bróðir og móðuramma, leikkonan Blythe Danner, voru klædd í sitt fínasta púss og tóku sig einnig vel út á dansgólfinu.

View this post on Instagram

A post shared by Vogue (@voguemagazine)



mbl.is