Hressandi jólastúss

Marta María | 3. desember 2024

Hressandi jólastúss

Jólin hafa alltaf verið minn uppáhaldstími. Það að geta föndrað músastiga í skólanum og innbyrt ógrynni af sparinesti kom með ljós inn í tilveruna og kveikti vonir í brjósti. Svo var alltaf mikil jólagjafaorgía í gangi á heimilinu, sem ég elskaði og elska enn. Þrátt fyrir gleðilegar jólaminningar geta jólin líka verið erfið fyrir þá sem hafa upplifað missi.

Hressandi jólastúss

Marta María | 3. desember 2024

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um jól …
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um jól og jólastúss. Ljósmynd/Kári Sverriss

Jól­in hafa alltaf verið minn upp­á­halds­tími. Það að geta föndrað músa­stiga í skól­an­um og inn­byrt ógrynni af spar­in­esti kom með ljós inn í til­ver­una og kveikti von­ir í brjósti. Svo var alltaf mik­il jóla­gjafa­orgía í gangi á heim­il­inu, sem ég elskaði og elska enn. Þrátt fyr­ir gleðileg­ar jóla­m­inn­ing­ar geta jól­in líka verið erfið fyr­ir þá sem hafa upp­lifað missi.

Jól­in hafa alltaf verið minn upp­á­halds­tími. Það að geta föndrað músa­stiga í skól­an­um og inn­byrt ógrynni af spar­in­esti kom með ljós inn í til­ver­una og kveikti von­ir í brjósti. Svo var alltaf mik­il jóla­gjafa­orgía í gangi á heim­il­inu, sem ég elskaði og elska enn. Þrátt fyr­ir gleðileg­ar jóla­m­inn­ing­ar geta jól­in líka verið erfið fyr­ir þá sem hafa upp­lifað missi.

Það er ekki til nein mæli­stika á það versta sem mann­eskj­an get­ur upp­lifað. Það eru marg­ir ut­anaðkom­andi þætt­ir sem spila þar inn í og svo er fólk mis­h­arðgert, eða í mis­mik­illi af­neit­un.

Sjálf ætla ég ekki að dæma það – hver og einn þarf að finna sinn veg.

Fyr­ir fjór­um árum hlakkaði ég til að koma heim úr vinn­unni því fyrr um dag­inn fór jóla­blað Morg­un­blaðsins í prent­un. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn geisaði og ég man að það var lít­ill gluggi op­inn þarna sem við syn­ir mín­ir ætluðum svo sann­ar­lega að nýta vel. Fara í Kringl­una og heim­sækja ömmu mína, sem var orðin full­orðin á þess­um tíma. Ég var líka búin að lofa son­um mín­um tveim­ur, sem voru 11 og 14 ára á þess­um tíma, að fara með þá í klipp­ingu því það tald­ist til munaðar þar sem hár­greiðslu­stof­ur voru meira og minna lokaðar.

Allt stóð eins og staf­ur á bók. Ég brunaði með þá nýklippta og sæta með heita kjúk­linga­bita heim til ömmu minn­ar. Áttum við eft­ir­minni­lega stund með henni þar sem við skoðuðum gaml­ar ljós­mynd­ir, hlóg­um að fyndn­um at­vik­um fortíðar og borðuðum löðrandi skyndi­bita. Við kvödd­um ömmu með fing­ur­koss­um og knús­um og hlökkuðum til að heim­sækja hana fljót­lega aft­ur.

Við þrjú heim­sótt­um ömmu mína aldrei fram­ar því dag­inn eft­ir féll 14 ára son­ur minn skyndi­lega frá.

Ég hef oft heyrt að fólk sem verður fyr­ir þungu áfalli muni ekki neitt og dag­ar og mánuðir á eft­ir séu í móðu. Ég upp­lifði þetta ekki svona. Ég man allt, hverja ein­ustu mín­útu þenn­an til­tekna dag, dag­ana á eft­ir og í raun all­ar göt­ur síðan.

Það er ekki hægt að mæla með þess­ari jó­la­upp­lif­un, að jarða barnið sitt í des­em­ber, en það er hægt að fara í gegn­um allt ef fólk er gott við sjálft sig. Það er nauðsyn­legt að um­vefja sig og sýna sjálfu sér skiln­ing og ekki er verra ef ein­hver í nærum­hverf­inu get­ur lagt eitt­hvað til.

Upp komu þrjár mik­il­væg­ar spurn­ing­ar: „Hvernig ætla ég að gera þetta?“ „Hvernig get ég lifað þetta af?“ „Get­ur ein­hver hjálpað mér?“

Ég er for­rétt­inda­kona því ég fékk svar við þess­um þrem­ur spurn­ing­um og góða hjálp frá fólki.

Eft­ir út­för­ina átti eft­ir að kaupa jóla­gjaf­ir og finna út úr jóla­tré­s­mál­um. Við son­ur minn þrædd­um versl­un­ar­miðstöðvar og keypt­um jóla­gjaf­ir eins og ekk­ert hefði í skorist. Og viti menn, það virkaði. Á meðan við vor­um að spá í hvað við ætt­um að kaupa handa tví­bur­um syst­ur minn­ar, systkina­börn­um mín­um og splunku­nýju stjúp­barna­barni mínu gleymd­um við eig­in harmi og hresst­umst ör­lítið.

Svo var það jóla­tréð.

Í ein­hverju flippi árið 2004 hafði ég keypt hvítt gervijóla­tré sem fylgdi okk­ur þangað til þarna 2020. Því hafði verið hent stuttu áður vegna öldrun­ar og nú voru góð ráð dýr því son­ur minn tók ekki annað í mál en að fá hvítt jóla­tré því hann sagði að það væru jól­in í hans huga. Hvít gervijóla­tré þóttu ekki hæst­móðins jól­in 2020 og erfitt var að finna tré svo að son­ur minn kæm­ist í jóla­stemn­ingu.

Á end­an­um fund­um við eitt en það var einn galli á því. Það voru áfast­ar marg­litar per­ur á trénu. Það gekk ekki, því stíl­ist­an­um á heim­il­inu fannst lit­rík­ar jóla­per­ur ekki passa við hvítt tré. Þessi stílisti var því heila kvöld­stund að pilla þess­ar áföstu lit­ríku jóla­ljósaserí­ur af trénu. Og viti menn! Stílist­inn hresst­ist ör­lítið á meðan og gleymdi stund og stað.

Svona hef­ur þetta gengið koll af kolli. Það ger­ist alltaf eitt­hvað skemmti­legt sem krydd­ar til­ver­una. Þegar söknuður­inn hell­ist yfir má hann hell­ast yfir því það er eðli­legt og hluti af mann­legri til­finn­inga­starf­semi.

Að baka kök­ur og borða þær er líka hress­andi iðja og eins að fletta upp­skrift­um og lesa um von­ir og vænt­ing­ar annarra. Þess vegna er svo dýr­mætt að fá gott les­efni í hend­urn­ar því það krydd­ar til­ver­una og get­ur hresst fólk við um stund og jafn­vel vakið ör­litla von í brjósti. Það að eiga von um gleðileg jól er dýr­mætt í þessu öllu sam­an.

mbl.is