Katrín stórglæsileg í vinsælasta litnum núna

Fatastíllinn | 3. desember 2024

Katrín stórglæsileg í vinsælasta litnum núna

Það er einn litur sem virðist hafa verið alls staðar undanfarna mánuði og það er vínrauður. Vínrauður litur er fallegur vetrarlitur sem er einstaklega heillandi á aðventunni. Katrín prinsessa af Wales klæddist litnum frá toppi til táar í opinberi heimsókn í Lundúnum á dögunum. Kápan, hanskarnir, hatturinn og taskan hennar var allt í sama litnum. 

Katrín stórglæsileg í vinsælasta litnum núna

Fatastíllinn | 3. desember 2024

Katrín er með aðallitinn á hreinu.
Katrín er með aðallitinn á hreinu. Henry Nicholls/AFP

Það er einn litur sem virðist hafa verið alls staðar undanfarna mánuði og það er vínrauður. Vínrauður litur er fallegur vetrarlitur sem er einstaklega heillandi á aðventunni. Katrín prinsessa af Wales klæddist litnum frá toppi til táar í opinberi heimsókn í Lundúnum á dögunum. Kápan, hanskarnir, hatturinn og taskan hennar var allt í sama litnum. 

Það er einn litur sem virðist hafa verið alls staðar undanfarna mánuði og það er vínrauður. Vínrauður litur er fallegur vetrarlitur sem er einstaklega heillandi á aðventunni. Katrín prinsessa af Wales klæddist litnum frá toppi til táar í opinberi heimsókn í Lundúnum á dögunum. Kápan, hanskarnir, hatturinn og taskan hennar var allt í sama litnum. 

Kápan er frá breska tískuhúsinu Alexander McQueen og hatturinn frá Sahar Millinery. Eyrnalokkarnir og hálsmenið voru upphaflega í eigu Elísabetar drottningar.

Einlita klæðnaður (e. monochrome) hefur verið vinsæll um nokkurt skeið og er þá verið að tala um aðra liti en svarta eins og vínrauða, brúna eða ólífugræna tóna. 

Sami litur frá toppi til táar hefur verið vinsælt í …
Sami litur frá toppi til táar hefur verið vinsælt í tískuheiminum um nokkurt skeið. Henry Nicholls/AFP
Skartgripirnir voru áður í eigu Elísabetar drottningar.
Skartgripirnir voru áður í eigu Elísabetar drottningar. Henry Nicholls/AFP
mbl.is