Leikskólapláss við 22 mánaða aldur í borginni

Leikskólamál | 3. desember 2024

Leikskólapláss við 22 mánaða aldur í borginni

Meðalaldur barna sem komast að í leikskóla í Reykjavík er nú um 22 mánuðir. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vekur athygli máls á þessu.

Leikskólapláss við 22 mánaða aldur í borginni

Leikskólamál | 3. desember 2024

Hildur Björnsdóttir, borg­ar­full­trúi og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, leggur …
Hildur Björnsdóttir, borg­ar­full­trúi og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, leggur niður vettlinga í Ráðhúsinu í apríl til að mótmæla stöðunni í leikskólamálum. mbl.is/Árni Sæberg

Meðal­ald­ur barna sem kom­ast að í leik­skóla í Reykja­vík er nú um 22 mánuðir. Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, vek­ur at­hygli máls á þessu.

Meðal­ald­ur barna sem kom­ast að í leik­skóla í Reykja­vík er nú um 22 mánuðir. Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, vek­ur at­hygli máls á þessu.

Þá séu á hverju hausti á bil­inu 700 til 1.000 börn á biðlista eft­ir leik­skóla­rými í Reykja­vík.

Hild­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að til sam­an­b­urðar sé meðal­ald­ur barna sem fá leik­skóla­pláss í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um um 12-15 mánuðir. 

Að sögn Hild­ar var meðal­ald­ur þeirra sem komust að á leik­skól­um í Reykja­vík um 19 mánuðir í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins og staðan fari því sí­fellt versn­andi. 

„Þetta er ófremd­ar­ástand“

Í gögn­um um stöðu leik­skóla­mála, í grein­ar­gerð skóla- og frí­stunda­sviðs með fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2025, kem­ur fram að til hafi staðið að inn­leiða 650 ný leik­skóla­pláss árið 2024 en þeim hafi í reynd aðeins fjölgað um 50.

Árið 2023 hafi staðið til að inn­leiða 252 ný leik­skóla­pláss en niðurstaðan hafi orðið 60 pláss. 

„Þetta er ófremd­ar­ástand. Það virðist ríkja and­vara­leysi í þess­um mála­flokki og hann hef­ur ekki verið í for­gangi hjá þess­um meiri­hluta í borg­inni. Þannig virðist það hafa verið að minnsta kosti síðasta ára­tug­inn og það birt­ist okk­ur í þess­um veru­leika,“ seg­ir Hild­ur.

„Ofan á allt þetta eru öll pláss­in sem ekki nýt­ast vegna myglu og raka en það eru í kring­um 370 pláss um þess­ar mund­ir.“

Hild­ur nefn­ir að frá ár­inu 2014 hafi leik­skóla- og dag­gæslu­rým­um í Reykja­vík fækkað að minnsta kosti um tæp­lega eitt þúsund. Á sama tíma­bili hafi börn­um á leik­skóla­aldri í höfuðborg­inni fækkað um tæp 10%. 

Eng­in úrræði að loknu fæðing­ar­or­lofi

Hild­ur seg­ir ekki vera laust við að for­eldr­ar ungra barna viðri þessi mál reglu­lega við borg­ar­full­trúa. 

„Starf borg­ar­full­trúa er þess eðlis að fólkið í borg­inni hef­ur sam­band við okk­ur. Flest­ir sem hafa sam­band eru for­eldr­ar barna sem bíða eft­ir leik­skóla­plássi. Að loknu fæðing­ar­or­lofi á fólk eng­in úrræði og því eru marg­ir í afar þröngri stöðu.

Ég hef heyrt af fólki sem lend­ir í vand­ræðum á sín­um vinnustað og miss­ir jafn­vel vinn­una. Það eiga ekki all­ir ein­hverja að sem geta aðstoðað við barnapöss­un. Ætla má að þessi leik­skóla­vandi í Reykja­vík komi verst niður á fólki með lítið bak­land, fólki af er­lend­um upp­runa, fólki með litl­ar tekj­ur fyr­ir utan hið aug­ljósa sem eru vinn­andi mæður.“

mbl.is