Hægt er að fylgjast með stöðu og framtíð framkvæmda sem tengjast borgarlínu og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í nýrri vefsjá sem ber heitið Verksjá. Í upplýsingagáttinni er að finna upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir samgöngusáttmálann. Þar á meðal yfirlitskort, staða framkvæmda, umfang, áætluð verklok, myndefni og ýmsan annan fróðleik.
Hægt er að fylgjast með stöðu og framtíð framkvæmda sem tengjast borgarlínu og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í nýrri vefsjá sem ber heitið Verksjá. Í upplýsingagáttinni er að finna upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir samgöngusáttmálann. Þar á meðal yfirlitskort, staða framkvæmda, umfang, áætluð verklok, myndefni og ýmsan annan fróðleik.
Hægt er að fylgjast með stöðu og framtíð framkvæmda sem tengjast borgarlínu og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í nýrri vefsjá sem ber heitið Verksjá. Í upplýsingagáttinni er að finna upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir samgöngusáttmálann. Þar á meðal yfirlitskort, staða framkvæmda, umfang, áætluð verklok, myndefni og ýmsan annan fróðleik.
Hefur stofnvegaframkvæmdum þar verið skipt upp í níu verkefni og borgarlínuverkefninu í sex lotur, auk þess sem hægt er að sjá hvaða göngu- og hjólastíga er búið að leggja og hverjir eru eftir samkvæmt samkomulaginu.
Í gáttinni má meðal annars sjá að framkvæmdum er þegar lokið við þrjár stofnvegaframkvæmdir og lagningu á 20 km af göngu- og hjólastígum.
Þetta eru:
Þá eru framkvæmdir hafnar við Arnarnesveg og tengingu hans við Breiðholtsbraut og Rjúpnaveg, en áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 8 milljarðar.
Þegar horft er til verkloka næstu verkefna má sjá að gert er ráð fyrir að Sæbrautarstokkur verði kominn í gagnið árið 2030 og að áætlaður kostnaður við framkvæmdina sé 25,2 milljarðar. Er sú framkvæmd enn í hönnun.
Þá er gert ráð fyrir að gatnamót Reykjanesbrautar við Bústaðarveg fari í framkvæmd árið 2029 og klárist árið 2030, en áætlaður kostnaður þeirra er 2,5 milljarðar. Mun þetta verkefni haldast í hendur við Sæbrautarstokk vegna nálægðar verkefnanna. Frumdrög að þessu verkefni eru kláruð og er hönnun á upphafsstigum.
Þar á eftir koma framkvæmdir við 900 metra kafla á Reykjanesbraut frá Kaplakrika fram yfir hringtorgið við Lækjargötu. Er verkefnið enn í frumdrögum, en gert er ráð fyrir verklokum árið 2032 og að áætlaður kostnaður verkefnisins verði 10,1 milljarður.
Síðustu tvö stofnvegaverkefnin eru tvær stórar framkvæmdir, annars vegar Miklabraut í 2,8 km jarðgöng og hins vegar Garðabæjarstokkur á Hafnarfjarðarvegi. Áætlað er að báðar framkvæmdir klárist árið 2040, en kostnaður við göngin er 54,7 milljarðar og við stokkinn 12,8 milljarðar.
Þegar kemur að borgarlínunni hefur mikið verið talað um fyrstu lotu verkefnisins, en þar er áformað að borgarlínan fari 14,5 km leið, mest í sérrými, frá Hamraborg, yfir nýja Fossvogsbrú, gegnum miðbæ Reykjavíkur, um Suðurlandsbraut og upp í nýtt Vogahverfi á Ártúnshöfða. Samhliða því verða lagðir um 18 km af hjóla- og göngustígum.
Áætluð verklok þessa verkefnis er árið 2031, en það helst í hendur við að klára Fossvogsbrú, gerð Sæbrautarstokks og brýr yfir Elliðaár við Geirsnef, auk stórra skiptistöðva við Hamraborg, Landspítala og Vogabyggð.
Nýlega var kynnt ný umhverfismatsskýrsla fyrir fyrstu lotu borgarlínu, en verkefnið er áfram á hönnunarstigi, sem og í deiliskipulagsvinnu.
Önnur lota borgarlínu er áformuð beint í kjölfar fyrstu lotu og er í raun framlenging frá Hamraborg niður í Smára- og Lindahverfi í 3 km sérrými. Áætluð verklok framkvæmdarinnar eru ári síðar, eða 2032, en enn er unnið að frumdrögum á þessari lotu.
Næsta lota þar á eftir í tíma er svo lota sex, en í henni er gert ráð fyrir að leggja sérrými fyrir borgarlínu frá Ártúnshöfða í gegnum Keldnaholt, Blikastaðaland og að Háholti í Mosfellsbæ. Þessi lota er líka í frumdrögum, en gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki árið 2033. Helst það væntanlega í hendur við uppbyggingu bæði í Keldnalandi og Blikastaðalandi.
Þar næst kemur svo fimmta lota, en það er framhald frá Ártúnshöfða í gegnum Grafarvog. Áætlað er að framkvæmdum ljúki árið 2036, en vinna við frumdrög eru á upphafsstigum.
Verklok síðustu tveggja áfanganna eru áætluð árið 2040, en það eru lota þrjú og fjögur. Lota þrjú nær frá BSÍ eftir Miklubraut og svo frá Vogabyggð eftir Reykjanesbraut að Mjódd, samtals um 6,3 km í sérrými.
Í lotu fjögur er horft til að leggja sérrými frá miðbæ Hafnarfjarðar í gegnum Garðabæ og upp í Hamraborg og áfram Kringlumýrarbraut og tengjast inn fyrri lotur á Miklubraut og Suðurlandsbraut. Samtals 9,5 km leið. Helst þetta í hendur við gerð Garðabæjarstokks.
Göngu- og hjólastígaframkvæmdum er aðeins skipt upp eftir þeim sem er lokið og þeim sem er ólokið, en sem fyrr segir er um 20 km lagningu lokið og um 80 km eftir. Meðal stærstu verkefna þar má meðal annars nefna tvítengingu bæði að vestan og austan frá Hafnarfirði inn í Kópavog og stíga meðfram borgarlínu.