Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Thor landeldi ehf. vegna landeldisstöðvar félagsins við Laxabraut vestan við Þorlákshöfn. Um er að ræða leyfi fyrir 13.150 tonna hámarkslífmassa vegna seiða- og matfiskeldis á lax, bleikju og regnbogasilungi, að því er frem kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Thor landeldi ehf. vegna landeldisstöðvar félagsins við Laxabraut vestan við Þorlákshöfn. Um er að ræða leyfi fyrir 13.150 tonna hámarkslífmassa vegna seiða- og matfiskeldis á lax, bleikju og regnbogasilungi, að því er frem kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Thor landeldi ehf. vegna landeldisstöðvar félagsins við Laxabraut vestan við Þorlákshöfn. Um er að ræða leyfi fyrir 13.150 tonna hámarkslífmassa vegna seiða- og matfiskeldis á lax, bleikju og regnbogasilungi, að því er frem kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.
Síðastliðið sumar gaf Skipulagsstofnun út álit í tengslum við áform félagsins um 20 þúsund tonna landeldisstöð og telur stofnunin félagið hafa uppfyllt kröfur um umhverfismat.
„Skipulagsstofnun telur að veigamestu umhverfisáhrif laxeldis Thor landeldis verði áhrif á grunnvatn en að töluverð óvissa sé fyrir hendi um umfang og eðli þessara áhrifa. Til að mæta þeirri óvissu þurfi að viðhafa mjög umfangsmikla vöktun og skipta uppbyggingu fyrirtækisins í áfanga þar sem áhrif hvers áfanga liggja fyrir áður en ráðist verður í þann næsta,“ sagði í áliti stofnunarinnar.
Á síðasta ári var gengið frá samningum við ON um orku fyrir landeldisstöð félagsins og var síðastliðið sumar tekin skóflustunga vegna verkefnisins.
Nokkur breyting varð á eignarhaldi Thors landeldis hef. á síðasta ári er IS Haf fjárfestingasjóður slhf. festu kaup á 53% hlut í félaginu. Sjóðurinn er rekinn af Íslandssjóðum en fjárfestar í honum eru Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. sem jafnframt er kjölfestufjárfestir sjóðsins, Brim hf. og nokkrir íslenskir lífeyrissjóðir.
Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári og var stærð sjóðsins um tíu milljarðar króna.