Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, hefur mikla ástríðu fyrir sultugerð og fyrir hátíðirnar gerir hann jólasultu sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún hefur runnið hratt út og ljóst að færri munu fá en vilja.
Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, hefur mikla ástríðu fyrir sultugerð og fyrir hátíðirnar gerir hann jólasultu sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún hefur runnið hratt út og ljóst að færri munu fá en vilja.
Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, hefur mikla ástríðu fyrir sultugerð og fyrir hátíðirnar gerir hann jólasultu sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hún hefur runnið hratt út og ljóst að færri munu fá en vilja.
Viðurnafnið eða réttara sagt gælunafnið hans Ívars, Helvítis kokkurinn, hefur fest við hann út af samnefndum matreiðsluþætti sem sýndur er á visir.is. Aðspurður segir Ívar að gælunafnið eigi sér í raun lengri aðdraganda.
„Nafnið festist fyrst við mig seint á síðustu öld. Ég byrjaði sem kokkanemi haustið árið 1998 og vinahópurinn greip þetta nafn á lofti eftir að einn úr hópnum nefndi mig og kallaði mig þetta, í framhaldi af því að ég hafði gert eitthvað af mér. Væntanlega hef ég mætt seint og illa eða ekki, á einhverja viðburði og farið fram úr mér á djamminu eða í vinnunni.“
Gælunafnið fylgir Ívari í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur í matreiðslunni og öðru sem henni tengist. Aðdragandinn að sultugerðinni á sér smásögu en hann og eiginkona hans stofnuðu fyrirtæki og ákváðu að fara í framleiðslu á sultum.
„Ég og eiginkona mín Þórey Hafliðadóttir, sem starfar sem margmiðlunarhönnuður hjá Directive Games, stofnuðum framleiðslufyrirtækið Helvítis ehf. í nóvember árið 2022 að hennar hugmynd og frumkvæði. Eftir mánaðarlangar bragðprófanir mín megin og hönnun á umbúðum, heimasíðu og öllu markaðsefni hjá Þóreyju fæddust fyrstu fimm bragðtegundirnar af Helvítis Eldpiparsultunum og nokkrar nýjar hafa bæst við síðan,“ segir Ívar og er nokkuð ánægður með hversu vel hefur tekist til.
„Innblástur minn í sultugerðinni kemur allur frá konum sem ég hef fylgst með í eldhúsi síðan ég man eftir mér. Efstar á blaði eru mamma, Harpa og Linda, amma Kolla, amma Begga og amma Rúna á Þorbrandsstöðum þar sem ég var í sveit sem krakki og fjölmargar aðrar. Þær kenndu mér allar eitthvað en Þórey er alltaf minn helsti, stærsti og traustasti hugmyndabanki.Fyrirmyndarhjónin Óli og Inga sem eru garðyrkjubændur hafa staðið þétt við bakið á okkur og sameiginlegur áhugi okkar á eldpiparafbrigðum og ræktun small saman. En eldpiparinn í Helvítis jólasultunni 2024 heitir Sugar Rush Stripey eða Röndólfur eins og við köllum hann,“ segir Ívar og brosir.
Ívar notar sulturnar oft til að bragðbæta matargerðina og gefa matnum annan blæ.
„Best finnst mér að setja Helvítis Eldpiparsulturnar út í heitar og kaldar sósur til bragðauka. Eins að búa til ídýfur til að hafa með alls konar snakki, niðurskornu grænmeti eða á Charcuterie-bretti svo einhver dæmi séu tekin. Í miklu uppáhaldi hjá mér er að para saman gráðost og Helvítis Eldpiparsultuna Carolina Reaper og bláber, skothelt kombó.“
Ívar og fjölskyldan hans halda fast í ákveðnar hefðir þegar kemur að jólamatnum en ætla þó aðeins að bregða út af vananum þessi jól.
„En í fyrsta skiptið þessi jól ætlum við að skipta alfarið yfir í hátíðarkjúkling af því að eldri strákurinn okkar, Daníel Ingi, sem finnst hryggurinn líka betri en fuglinn, ætlar að vera hjá kærustunni sinni í Noregi þessi jól.“
Næstu helgar fram að jólum ætla hjónin að vera í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.
„Við verðum í Jólaþorpinu næstu sunnudaga milli klukkan eitt og sex í Pálsstofu og ætlum að gefa öllum að smakka glænýja tegund af brúnni lagtertu. Auðvitað verðum við með allar sulturnar okkar. Síðasta sunnudag var öllum boðið að smakka randalínu með Helvítis Eldpiparsultunni Surtsey, ananas og hvítu kremi,“ segir Ívar að lokum með fullt fangið af sultukrukkum.