Leikmenn Chelsea hafa heldur betur verið á skotskónum á tímabilinu og hafa þegar skorað 57 mörk í öllum mótum, sem er besta byrjun á tímabili í sögu félagsins.
Leikmenn Chelsea hafa heldur betur verið á skotskónum á tímabilinu og hafa þegar skorað 57 mörk í öllum mótum, sem er besta byrjun á tímabili í sögu félagsins.
Leikmenn Chelsea hafa heldur betur verið á skotskónum á tímabilinu og hafa þegar skorað 57 mörk í öllum mótum, sem er besta byrjun á tímabili í sögu félagsins.
Chelsea skoraði fimm mörk gegn botnliði Southampton á útivelli í gærkvöld, vann leikinn 5:1, og hefur þá gert 31 mark í fyrstu 14 leikjunum í úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið.
Fimm leikmenn skoruðu mörkin fimm og þeir Chrstopher Nkunku, Noni Madueke og Cole Palmer voru allir með mark og stoðsendingu í leiknum.
Rautt spjald í fyrri hálfleik hjálpaði ekki Dýrlingunum sem hafa aðeins fengið fjögur stig til þessa í deildinni.
Mörkin og helstu atvik má sjá í myndskeiðinu en mbl.is sýnir efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann Sport.