„Ég hefði ekki gert þetta ef ég væri hann“

Hvalveiðar | 5. desember 2024

„Ég hefði ekki gert þetta ef ég væri hann“

Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, er hissa á ákvörðun Bjarna Benediktssonar, starfandi matvælaráðherra, um að veita hvalveiðileyfi til næstu fimm ára. 

„Ég hefði ekki gert þetta ef ég væri hann“

Hvalveiðar | 5. desember 2024

Arna segir þó að ekki eigi að banna hvalveiðar með …
Arna segir þó að ekki eigi að banna hvalveiðar með lagasetningu í vor. Samsett mynd

Arna Lára Jóns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, er hissa á ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, starf­andi mat­vælaráðherra, um að veita hval­veiðileyfi til næstu fimm ára. 

Arna Lára Jóns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, er hissa á ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, starf­andi mat­vælaráðherra, um að veita hval­veiðileyfi til næstu fimm ára. 

Hún seg­ir ekk­ert liggja á í þess­um efn­um og að Bjarni hefði frek­ar átt að leyfa næsta mat­vælaráðherra að sjá um þessi mál.

Hún seg­ir þó að það sé ekki for­gangs­mál að banna hval­veiðar á næsta vorþingi kom­ist Sam­fylk­ing­in í rík­is­stjórn. 

Þetta kem­ur fram í sam­tali henn­ar við mbl.is. 

Liggi ekk­ert á

„Ég hefði ekki gert þetta ef ég væri hann. Ég hefði látið þessa ákvörðun bíða næsta mat­vælaráðherra,“ seg­ir Arna. 

Hún seg­ir að ekk­ert hafi legið á í ljósi þess að hval­veiðivertíð á ekki að hefjast fyrr en næsta sum­ar.

„Það ligg­ur fyr­ir að það er að koma ný rík­is­stjórn, þannig að ég hefði haldið að þetta ætti að bíða nýrr­ar rík­is­stjórn­ar,“ seg­ir hún.

Bjarni hef­ur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf., auk leyf­is til veiða á hrefnu til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14, sem er í eigu fé­lags­ins Tjald­tanga.

Ekki á því að það eigi að banna hval­veiðar í vor

Hún seg­ir það skýrt að stefna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé að banna hval­veiðar, en að það þurfi að fara í gegn­um Alþingi.

Held­urðu að það ætti að banna þær á vorþing­inu í ljósi þessa?

„Nei, það er ekki for­gangs­mál. Það er al­veg ljóst.“

mbl.is