Mannréttindahreyfingin Amnesty International birti í gær rannsóknarskýrslu þar sem fram kemur að það sé nægjanlegur grundvöllur til að álykta að Ísrael hafi framið og haldi áfram að fremja hópmorð gegn Palestínubúum á Gasasvæðinu.
Mannréttindahreyfingin Amnesty International birti í gær rannsóknarskýrslu þar sem fram kemur að það sé nægjanlegur grundvöllur til að álykta að Ísrael hafi framið og haldi áfram að fremja hópmorð gegn Palestínubúum á Gasasvæðinu.
Mannréttindahreyfingin Amnesty International birti í gær rannsóknarskýrslu þar sem fram kemur að það sé nægjanlegur grundvöllur til að álykta að Ísrael hafi framið og haldi áfram að fremja hópmorð gegn Palestínubúum á Gasasvæðinu.
Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International.
Skýrslan ber heitið You Feel Like You Are Subhuman: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza og segir í tilkynningunni að hún greini frá hernaðarlegri sókn Ísraels í kjölfar banvænna árása undir forystu Hamas í suðurhluta Ísraels 7. október 2023 en síðan þá hafi Ísrael blygðunarlaust leitt miklar hörmungar yfir Palestínubúa á Gasasvæðinu í algjöru refsileysi.
Fram kemur í tilkynningu Amnesty að skýrslan rannsaki brot Ísraels á Gasasvæðinu yfir níu mánaða tímabil frá 7. október 2023 fram í byrjun júlí 2024 þar sem tekin voru viðtöl við 212 einstaklinga, þeirra á meðal Palestínubúa sem séu þolendur og vitni, yfirvöld á Gasasvæðinu og heilbrigðisstarfsfólk.
Þá var gerð greining á fjölda rafrænna og sjónrænna sönnunargagna ásamt gervihnattarmyndum og einnig skoðaðar yfirlýsingar ísraelsks embættisfólks og heryfirvalda, að því er segir í tilkynningunni.
„Skýrsla Amnesty International sýnir að Ísrael hefur framið verknaði, sem eru bannaðir samkvæmt sáttmálanum um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð, í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum á Gaza. Þessir verknaðir fela meðal annars í sér að drepa Palestínubúa á Gaza, valda þeim alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða og þröngva þá til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu þeirra. Í marga mánuði hefur Ísrael komið fram við Palestínubúa eins og um ómennskan hóp sem á ekki skilið mannréttindi og virðingu og þar með sýnt ásetning um líkamlega eyðingu þeirra,“ er haft eftir Agnès Callamard, aðalframkvæmastjóra Amnesty International.
„Niðurstöður okkar verða að leiða til vakningar alþjóðasamfélagsins. Þetta er hópmorð sem verður að stöðva strax.“
Kemur þá fram að samtökin hafi deilt niðurstöðum sínum margsinnis með ísraelskum yfirvöldum en fengu engin svör frá þeim áður en skýrslan var gefin út.