Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með hátíðlegu ívafi

Uppskriftir | 6. desember 2024

Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með hátíðlegu ívafi

Á aðventunni er gaman að bjóða upp á hátíðlegar og ljúffengar kræsingar. Telja má niður í jólin með hátíðlegum kræsingum eins og til dæmis blinis með reyktum laxi, piparrót og fersku dilli. Margir eiga reyktan lax eftir veiðisumarið sem búið er að reykja og tilvalið er að nota í þennan rétt. Síðan er líka hægt að kaupa reyktan lax í mörgum fisk- og matvöruverslunum. Ferska dillið er dásamlega gott með reyktum laxi og piparrótamajónesi eða jafnvel piparrótarkremi.

Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með hátíðlegu ívafi

Uppskriftir | 6. desember 2024

Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með jólalegu ívafi.
Blinis með reyktum laxi og fersku dilli með jólalegu ívafi. Ljósmynd/Aðsend

Á aðventunni er gaman að bjóða upp á hátíðlegar og ljúffengar kræsingar. Telja má niður í jólin með hátíðlegum kræsingum eins og til dæmis blinis með reyktum laxi, piparrót og fersku dilli. Margir eiga reyktan lax eftir veiðisumarið sem búið er að reykja og tilvalið er að nota í þennan rétt. Síðan er líka hægt að kaupa reyktan lax í mörgum fisk- og matvöruverslunum. Ferska dillið er dásamlega gott með reyktum laxi og piparrótamajónesi eða jafnvel piparrótarkremi.

Á aðventunni er gaman að bjóða upp á hátíðlegar og ljúffengar kræsingar. Telja má niður í jólin með hátíðlegum kræsingum eins og til dæmis blinis með reyktum laxi, piparrót og fersku dilli. Margir eiga reyktan lax eftir veiðisumarið sem búið er að reykja og tilvalið er að nota í þennan rétt. Síðan er líka hægt að kaupa reyktan lax í mörgum fisk- og matvöruverslunum. Ferska dillið er dásamlega gott með reyktum laxi og piparrótamajónesi eða jafnvel piparrótarkremi.

Heiðurinn að þessari uppskrift á teymið hjá Hátækni sem er með VAXA grænmetið, spretturnar og kryddjurtirnar. Í uppskriftinni er blinis notað en líka er hægt að nota snittubrauð, skera það í sneiðar og baka með ólífuolíu í stað blinis ef vill.

Að bera fram blinis með ljúffengum kræsingum eins og laxi …
Að bera fram blinis með ljúffengum kræsingum eins og laxi og dilli er svo hátíðlegt. Ljósmynd/Aðsend

Blinis með reyktum laxi, piparrót og fersku dilli

10-15 blinis

  • 200 g reyktur lax
  • 15 stk. blinis
  • 1 krukka piparrótarmajónes frá Stonewall eða heimalagað piparrótarkrem
  • 1 stk. piparrót
  • 1 pk. VAXA dill, ferskt

Aðferð:

  1. Skerið laxinn í eins þunnar sneiðar og mögulegt er.
  2. Saxið dillið smátt og hrærið út í piparrótarmajónesið.
  3. Geymið nokkra fallega dillstilka til skreytingar.
  4. Setjið um það bil eina teskeið af majónesinu á blinis-kökurnar eða snittubrauðið.
  5. Leggið laxasneiðarnar ofan á. Gaman er að leika sér smá með framsetningu og prófa sig áfram með að fá form og hæð í sneiðarnar.
  6. Skrælið piparrótina og notið fínt rifjárn til að rífa vænan skammt yfir blinis-kökurnar.
  7. Skreytið með dilli.
  8. Berið fallega fram og njótið.

 

mbl.is