Í nýrri grein á Euro News eru lesendur spurðir hvernig þeir hringi inn nýja árið, hvort þeir geri það með kampavínsskál eða breska tímamótasöngnum „Auld Lang Syne“. Þá er sagt frá því hvernig Reykvíkingar fagna nýja árinu með áramótabombum og áhorfi á „skemmtiþátt“ (Áramótaskaupið).
Í nýrri grein á Euro News eru lesendur spurðir hvernig þeir hringi inn nýja árið, hvort þeir geri það með kampavínsskál eða breska tímamótasöngnum „Auld Lang Syne“. Þá er sagt frá því hvernig Reykvíkingar fagna nýja árinu með áramótabombum og áhorfi á „skemmtiþátt“ (Áramótaskaupið).
Í nýrri grein á Euro News eru lesendur spurðir hvernig þeir hringi inn nýja árið, hvort þeir geri það með kampavínsskál eða breska tímamótasöngnum „Auld Lang Syne“. Þá er sagt frá því hvernig Reykvíkingar fagna nýja árinu með áramótabombum og áhorfi á „skemmtiþátt“ (Áramótaskaupið).
Vetrarhefðirnar eru margvíslegar hérlendis en samkvæmt Euro News er sú sem stendur upp úr sprengjugleði Íslendinga á síðasta degi ársins. Lesendum er bent á að ef þeir kjósi að upplifa gamlárskvöld öðruvísi þá eigi þeir að ferðast til Íslands.
Í landi elds og íss er við hæfi að nýtt ár sé boðið velkomið með látum og miklum sprengingum. Sagt er að ungir sem aldnir Íslendingar fagni áramótunum með dansi, söng, vangaveltum um líðandi ár og gleði yfir komandi ári.
Þá er minnst á brennurnar sem eru um alla höfuðborgina, og vitaskuld á landsbyggðinni líka.
Það þykir sérstakt að íslenskar fjölskyldur og vinir safnist fyrir framan sjónvarpið rétt fyrir miðnætti á gamlársdag til að horfa á Áramótaskaupið, háðsádeilu á atburði liðins árs. Klukkan 22:30 dettur allt í dúnalogn þegar landsmenn horfa á eina vinsælustu útsendingu ársins – með 90% áhorf – í Ríkissjónvarpinu.
„Þetta er meira en gamanþáttur, þetta er dýrmæt, íslensk hefð sem endurspeglar hæðir og lægðir liðins árs og skapar stund hláturs,“ er haft eftir Kristjáni Bjarka Jónassyni bókaútgefanda sem starfar nú á Markaðsstofu Reykjavíkur.
Þá segir að Íslendingar hafi skapað sínar eigin hefðir í kringum flugeldana þar sem engin opinber flugeldasýning er haldin, heldur stíga fjölskyldur og vinir út og sprengja upp villt og galið.
Frá 28. desember til 6. janúar er hægt að kaupa flugelda hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er þetta ein helsta fjáröflun félagsins. Mælt er með að ferðamenn sláist í hópinn með Íslendingum, kaupi sér flugelda, fari út að sprengja og skemmti sér til klukkan fimm um morguninn.