Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi veitingastaðarins Spírunnar og Kokkana veisluþjónustu er kominn í jólagírinn og byrjaður að undirbúa hátíðarmatinn á öllum vígsstöðum. Hann er hokinn reynslu í veitingastaðabransanum og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu.
Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi veitingastaðarins Spírunnar og Kokkana veisluþjónustu er kominn í jólagírinn og byrjaður að undirbúa hátíðarmatinn á öllum vígsstöðum. Hann er hokinn reynslu í veitingastaðabransanum og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu.
Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi veitingastaðarins Spírunnar og Kokkana veisluþjónustu er kominn í jólagírinn og byrjaður að undirbúa hátíðarmatinn á öllum vígsstöðum. Hann er hokinn reynslu í veitingastaðabransanum og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu.
Hann hefur verið að í tæplega 25 ár, hvorki meira né minna, og komið víða við. Síðustu áratugi hefur hann haldið utan um sín eigin fyrirtæki og blómstrar sem aldrei fyrr.
„Ég byrjaði í bransanum 1. janúar árið 1990 og var það fyrsti dagurinn sem ég starfaði sem nemi á Hótel Holti. Ég útskrifaðist svo um haustið árið 1993 og eftir það var ég á veitingastað sem hét Pasta Basta, tók síðan einn samning á skemmtiferðaskipinu Renaissance V og fór þaðan til Noregs og var þar í tvö ár. Þar vann ég á veitingastaðnum D/S Louise á Akerbryggju. Ásamt því var ég á stað sem heitir Statholdergarden sem Bent Stiansen á, en hann var fyrsti Norðurlandabúinn til að vinna Bocuse d'Or-gullið,“ segir Rúnar og bætir við að þetta hafi verið góður tími og ómetanleg reynsla sem hann búi ávallt að.
„Eftir Noreg kom ég heim og fór aftur að vinna á Hótel Holti. Árið 1998 byrjaði ég síðan með eigin rekstur, með mötuneyti Stöðvar 2, og samhliða því tók ég að mér veislur. Í ágúst 2002 stofnaði ég Kokkana veisluþjónustu. Síðan byrjaði ég með Spíruna árið 2016. Ég hafði lengi stefnt að því að opna veitingastað og því nokkurn veginn búinn að þróa þemað sem mig langaði að bjóða upp á, sem var heiðarlegur matur eldaður frá grunni. Ég fór hægt af stað en sígandi lukka er víst best,“ segir Rúnar með bros á vör.
„Í grunninn finnst mér alltaf gaman að stússast í mat og þjónustu. Það er það sem heldur mér við efnið. Mér finnst líka gaman að njóta góðs matar og þjónustu og það heldur manni líka á tánum.“
Aðspurður segir Rúnar að til að geta rekið veisluþjónustu á Íslandi þurfi viðkomandi að vera hæfileikaríkur og geta haldið mörgum boltum á lofti í einu.
„Til að reka veisluþjónustu á ekki stærri markaði en Íslandi þarf maður að vera fjölhæfur og gera marga mismunandi hluti. Það sem mér finnst skipta máli er að maður sé með skýra sýn þegar kemur að rekstrinum. Verkefnin eru alls konar, fjölbreytt og krefjandi, en það er á vissan hátt það sem heldur manni á tánum. Endurgjöfina fyrir verkefnin fær maður beint í æð og ætli það sé ekki smávægileg fíkn ef öllu er á botninn hvolft. Hvert og eitt verkefni er einstakt, það þarf að vera í samskiptum við viðskiptavininn, finna verðpunkt sem hann er með. Fara í gegnum allt skipulag og láta kostnaðaráætlunina ganga upp.“
Eru aðventan og jólin annasamur tími í bransanum?
„Aðventan er alltaf annasamasti tími ársins hjá mér og honum lýkur í raun á Þorláksmessu þegar síðustu gjafakassarnir eru afhentir. Það er mikið að gera allt árið en það er bara svo agalega mikið á þessum árstíma. Erfitt en gaman,“ segir Rúnar og hlær.
Nú nálgast jólin óðum og allir eru komnir á fullt í jólaundirbúningnum, ert þú jólabarn?
„Já, ég verð að játa það, ég er svolítið jólabarn. Jólin fyrir mér eru tími samveru með fjölskyldunni og hvíldar eftir annasaman tíma. Fjölskyldunni hefur aldrei tekist að fá mig til útlanda yfir jól eða áramót þar sem ég nýt mín virkilega yfir hátíðirnar heima við,“ segir Rúnar og glottir.
„Hefðirnar hjá okkur byrja við skreytingar utan á húsinu í lok nóvember en svo er sáralítil hjálp í mér fyrr en kemur að því að kaupa jólatréð vegna vinnu. Jólamaturinn hjá okkur er oftast villibráð sem ég hef veitt á veiðitímabilinu mánuðina fyrir jól.
Aðalrétturinn samanstendur oftast af villibráðartvennu, gæs og hreindýri, en af og til hefur rjúpa og önd slæðst með. Stelpurnar mínar elska humar og er hann ávallt í forrétt og aðallega á tvo máta, önnur aðferðin er pillaður humar og svo geri ég bragðmikinn humarkjarna og léttristaðan humar. Hin aðferðin er gömul af Hótel Holti þar sem humarinn er ristaður upp úr hvítlaukssmjöri og brauðraspi en er í skelinni.
Á Þorláksmessu pillum við humarinn saman og undirbúum matinn fyrir aðfangadag. Ég byrja að dunda mér í eldhúsinu um hádegi á aðfangadegi og þá kemur jólalykt í húsið eins og stelpurnar mínar kalla það,“ segir Rúnar og brosir.
Eru íslenskar matarhefðir í hávegum hafðar þegar jólin eru annars vegar hjá þér og þínum?
„Við erum alltaf með möndlugraut í hádeginu á aðfangadag og svo er hangikjöt á jóladag hjá foreldrum mínum. Í seinni tíð eftir að börnin fæddust hafa konurnar í fjölskyldum okkar hist saman í desert á aðfangadagskvöld eftir pakkana heima hjá þeirri sem er með yngstu börnin, sem er skemmtileg hefð.“
Rúnar segist slaka á með fólkinu sínu um hátíðirnar. „Ég slekk algerlega á mér þegar kemur að aðfangadegi og reyni að hvíla líkama og sál fram að áramótum. Fyrirtækið heldur yfirleitt árshátíð fyrstu eða aðra helgina í janúar þannig að skemmtinefndarvinnan byrjar snemma á nýju ári.“
Rúnar deilir með lesendum Morgunblaðsins nokkrum jólaréttum sem eru í uppáhaldi hjá honum, forrétti, meðlæti og eftirrétti.
„Þessir réttir minna mig allir á jólin. Heitreykta villigæsin er ómótstæðilega ljúffeng og steinliggur sem forréttur. Eplasalatið nota ég ávallt með villibráð, fuglum og purusteik og síðan er það klassíska perutertan sem slær alltaf í gegn.“
Heitreykt villigæs með hindberja-vinaigrette
Forréttur fyrir 4
Aðferð:
Eplasalat
Fyrir 4
Aðferð:
Peruterta Tatin
Aðferð: