Kamilla drottning segist enn vera að jafna sig eftir erfið veikindi en hún fékk svæsna lungnabólgu á dögunum.
Kamilla drottning segist enn vera að jafna sig eftir erfið veikindi en hún fékk svæsna lungnabólgu á dögunum.
Kamilla drottning segist enn vera að jafna sig eftir erfið veikindi en hún fékk svæsna lungnabólgu á dögunum.
„Ég er enn svolítið þreytt. Þetta tekur á,“ sagði drottningin á viðburði á dögunum til að fagna 50 ára afmæli Women´s Aid.
Kamilla er ötul baráttukona gegn heimilisofbeldi og beitir sér fyrir málstað þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún segist vona geta lagt eitthvað á vogarskálarnar til þess að binda enda á allt heimilsofbeldi.
„Ég mun aldrei hætta. Ég er staðráðin í að binda enda á þetta. Við verðum öll að vinna saman. Hér hefur margt gott áunnist, við munum sjá fyrir endann á þessu, kannski ekki á minni ævi en mögulega ykkar.“
Þrátt fyrir slæma heilsu hefur Kamilla verið viðstödd hátíðahöld í Buckinghamhöll en fyrr í vikunni var haldinn hátíðarkvöldverður til heiðurs Emírsins í Katar og öllu tjaldað til. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni m.a. Viktoría og David Beckham en þetta var í fyrsta sinn sem þeim var boðið í slíka veislu. Talið er að þau séu nú hliðhollari Vilhjálmi prins eftir að slettist upp á vinskap Beckham hjónanna við Harry og Meghan.