Segist þreytt eftir veikindin

Kóngafólk | 6. desember 2024

Segist þreytt eftir veikindin

Kamilla drottning segist enn vera að jafna sig eftir erfið veikindi en hún fékk svæsna lungnabólgu á dögunum.

Segist þreytt eftir veikindin

Kóngafólk | 6. desember 2024

Kamilla segist þreytt eftir veikindin.
Kamilla segist þreytt eftir veikindin. AFP

Kamilla drottn­ing seg­ist enn vera að jafna sig eft­ir erfið veik­indi en hún fékk svæsna lungna­bólgu á dög­un­um.

Kamilla drottn­ing seg­ist enn vera að jafna sig eft­ir erfið veik­indi en hún fékk svæsna lungna­bólgu á dög­un­um.

„Ég er enn svo­lítið þreytt. Þetta tek­ur á,“ sagði drottn­ing­in á viðburði á dög­un­um til að fagna 50 ára af­mæli Women´s Aid.

Kamilla er ötul bar­áttu­kona gegn heim­il­isof­beldi og beit­ir sér fyr­ir málstað þeirra kvenna sem hafa orðið fyr­ir of­beldi. Hún seg­ist vona geta lagt eitt­hvað á vog­ar­skál­arn­ar til þess að binda enda á allt heim­il­sof­beldi.

„Ég mun aldrei hætta. Ég er staðráðin í að binda enda á þetta. Við verðum öll að vinna sam­an. Hér hef­ur margt gott áunn­ist, við mun­um sjá fyr­ir end­ann á þessu, kannski ekki á minni ævi en mögu­lega ykk­ar.“ 

Hátíð í Buck­ing­ham­höll

Þrátt fyr­ir slæma heilsu hef­ur Kamilla verið viðstödd hátíðahöld í Buck­ing­ham­höll en fyrr í vik­unni var hald­inn hátíðar­kvöld­verður til heiðurs Emírs­ins í Kat­ar og öllu tjaldað til. Þangað mættu öll helstu fyr­ir­menni m.a. Vikt­oría og Dav­id Beckham en þetta var í fyrsta sinn sem þeim var boðið í slíka veislu. Talið er að þau séu nú hliðholl­ari Vil­hjálmi prins eft­ir að slett­ist upp á vin­skap Beckham hjón­anna við Harry og Meg­h­an.

Það geislaði af Kamillu drottningu þrátt fyrir að vera nýstigin …
Það geislaði af Kamillu drottn­ingu þrátt fyr­ir að vera ný­stig­in upp úr veik­ind­um. AFP
Karl og Kamilla ásamt Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani og …
Karl og Kamilla ásamt Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani og Sheikha Jawaher bint Hamad bin Su­haim al-Thani við op­in­ber veislu­höld í Buck­ing­ham­höll. AFP
Mikið var um dýrðir í Buckinghamhöll.
Mikið var um dýrðir í Buck­ing­ham­höll. AFP
Karl kóngur hélt ræðu og bar af sér góðan þokka.
Karl kóng­ur hélt ræðu og bar af sér góðan þokka. AFP
Sophie hertogynja af Edinborg og orkumálaráðherra Katar Saad Sherida al-Kaabi.
Sophie her­togynja af Ed­in­borg og orku­málaráðherra Kat­ar Saad Sher­ida al-Kaabi. AFP
Viktoría og David Beckham.
Vikt­oría og Dav­id Beckham. AFP
mbl.is