„Umsagnarferlinu var lokið“

Hvalveiðar | 6. desember 2024

„Umsagnarferlinu var lokið“

„Ráðuneytið hefur haft umsóknir um veiðar á langreyði og hrefnu til meðferðar í nokkrar vikur og mánuði. Umsagnarferlinu var lokið sem og athugun ráðuneytisins að öðru leyti og þá er eðlilegt að tekin sé afstaða til erindisins sem ég hef nú gert,“ segir Bjarni Benediktsson matvælaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

„Umsagnarferlinu var lokið“

Hvalveiðar | 6. desember 2024

Veiðar á langreyði og hrefnu hafa verið leyfðar á nýjan …
Veiðar á langreyði og hrefnu hafa verið leyfðar á nýjan leik, en matvælaráðherra kunngjörði ákvörðun sína þar um í gær. mbl.is/Eggert

„Ráðuneytið hef­ur haft um­sókn­ir um veiðar á langreyði og hrefnu til meðferðar í nokkr­ar vik­ur og mánuði. Um­sagn­ar­ferl­inu var lokið sem og at­hug­un ráðuneyt­is­ins að öðru leyti og þá er eðli­legt að tek­in sé afstaða til er­ind­is­ins sem ég hef nú gert,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son mat­vælaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ráðuneytið hef­ur haft um­sókn­ir um veiðar á langreyði og hrefnu til meðferðar í nokkr­ar vik­ur og mánuði. Um­sagn­ar­ferl­inu var lokið sem og at­hug­un ráðuneyt­is­ins að öðru leyti og þá er eðli­legt að tek­in sé afstaða til er­ind­is­ins sem ég hef nú gert,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son mat­vælaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Til­kynnt var í gær um að hval­veiðar hafa verið heim­ilaðar með út­gáfu leyf­is mat­vælaráðherra til Hvals hf. til veiða á langreyðum.

Einnig var gefið út leyfi til hrefnu­veiða til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14 sem er í eigu Tjald­tanga ehf., en þrjár um­sókn­ir bár­ust um leyfi til hrefnu­veiða og ein um­sókn til veiða á langreyðum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá mat­vælaráðuneyt­inu.

„Einn um­sækj­andi upp­fyllti skil­yrði til að stunda hrefnu­veiðar og Hval­ur hf. til veiða á langreyði eins og áður. Hval­ur hef­ur fengið út­gef­in leyfi tvisvar á kjör­tíma­bil­inu sem var að ljúka og einnig fengið leyfi á fyrri árum,“ seg­ir Bjarni.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is