Að loknum kosningum

Umræða | 7. desember 2024

Að loknum kosningum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS skrifar:

Að loknum kosningum

Umræða | 7. desember 2024

Til þess að treysta áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi á komandi …
Til þess að treysta áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi á komandi árum eru nokkrir mikilvægir þættir sem þurfa að vera í forgrunni, segir Heiðrún Lind. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SFS skrif­ar:

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SFS skrif­ar:

Kosn­ing­um er lokið og við höf­um fengið lýðræðis­lega niður­stöðu. Það verður að telj­ast lík­legt að það séu ekki all­ir sátt­ir við úr­slit­in en þannig verður það víst alltaf. Lýðræðið hef­ur talað og við höf­um fengið þá niður­stöðu sem okk­ur ým­ist lík­ar eða mis­lík­ar. Við meg­um þó aldrei gleyma því hve miklu máli það skipt­ir að við fáum að taka þátt í vali á þeim sem stýra land­inu. Það er ekki sjálf­gefið.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir.

Á þess­ari stundu vit­um við lítið um það hvernig næsta rík­is­stjórn verður. Það eru ekki marg­ir raun­hæf­ir mögu­leik­ar í stöðunni. Við vit­um þó að það er úti­lokað að all­ir flokk­arn­ir, sem kom­ast til valda, nái að standa við öll lof­orðin sín. Fram und­an er tími samn­inga og mála­miðlana.

Það er þó mögu­legt að átta sig á því hverju þjóðin hafnaði. Eini flokk­ur­inn sem vildi banna fisk­eldi í sjó er fall­inn af þingi og átti meira að segja drjúg­an spöl eft­ir í þau fimm pró­sent sem þurfti til. Líka sá flokk­ur sem síst vildi auka raf­orku­fram­leiðslu þjóðar­inn­ar. Flokk­ur­inn sem vildi rík­i­s­væða sjáv­ar­út­veg­inn er ekki held­ur í hópi þeirra sem mynda næsta þing. Það má ým­is­legt lesa úr þeim niður­stöðum.

Ég held að al­menn­ur kjós­andi lands­ins hafi gert sér grein fyr­ir því að mögu­leik­ar Íslands liggja í því að halda áfram að fram­leiða, vaxa og bæta lífs­kjör. Vöxt­ur og fjöl­breytni í út­flutn­ingi eru með öðrum orðum for­send­ur góðra lífs­kjara. Snar þátt­ur í þessu verk­efni okk­ar er að nýta auðlind­ir lands og sjáv­ar með skyn­sam­leg­um og arðbær­um hætti.

Í kosn­inga­bar­áttu slag­orða er alltaf hætta á að þetta mik­il­væga verk­efni gleym­ist – hversu mik­il­vægt það er að halda áfram að vaxa, skapa störf og tryggja hag­vöxt. Við þurf­um gjald­eyris­tekj­ur, við þurf­um að geta selt vör­ur okk­ar og þjón­ustu á alþjóðleg­um mörkuðum og við þurf­um að skapa störf fyr­ir fólkið sem býr á Íslandi. Það er þetta tann­hjól verðmæta sem trygg­ir að hægt sé að reka öfl­ugt vel­ferðar­kerfi.

Víða um heim má sjá þjóðir sem eru rík­ar að auðlind­um en ná ekki að nýta þær með skyn­sam­leg­um hætti. Það er raun­ar meg­in­regla frem­ur en und­an­tekn­ing þegar kem­ur að fisk­veiðiauðlind­inni. Við Íslend­ing­ar erum bless­un­ar­lega ekki í þeirri stöðu og það er mik­il­vægt að sofna aldrei á verðinum þegar kem­ur að því að treysta þessa eft­ir­sókn­ar­verðu stöðu. Til þess að treysta áfram­hald­andi verðmæta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi á kom­andi árum eru nokkr­ir mik­il­væg­ir þætt­ir sem þurfa að vera í for­grunni.

Í fyrsta lagi þurf­um við að hafa fyr­ir­sjá­an­leika. Grein­in þarf að átta sig á því hvað bíður henn­ar næstu ár og geta þannig gert áætlan­ir sem lík­leg­ar eru til að stand­ast. Það er lít­ill hvati fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki að fjár­festa í óvissu.

Í öðru lagi þurf­um við að haga skatt­lagn­ingu á grein­ina með þeim hætti að hún hafi rými til fjár­fest­inga og ný­sköp­un­ar. Stór­an hluta af vel­gengni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs má rekja til þess og það er ekki síður mik­il­vægt nú þegar kröf­ur verða sí­fellt meiri í um­hverf­is- og gæðamál­um.

Í þriðja lagi verðum við að bæta haf­rann­sókn­ir til að tryggja að við get­um haldið áfram að ná sem mestu úr auðlind­inni með sjálf­bær­um hætti. Við vit­um til dæm­is að góð loðnu­vertíð get­ur bætt veru­lega við hag­vöxt í land­inu, en til þess að hún geti orðið að veru­leika þurf­um við að finna þenn­an brellna fiski­stofn og skilja bet­ur hegðun hans og aðstæður í hafi.

Í fjórða lagi þurf­um við að auka raf­orku­fram­leiðslu. Við verðum að geta notað raf­magn til fram­leiðslu á fiski­mjöli og tryggja raf­teng­ingu skipa í höfn. Raf­orka er frum­for­senda þess að sjáv­ar­út­veg­ur nái metnaðarfull­um mark­miðum í um­hverf­is­mál­um.

Þessi atriði eru besta leið okk­ar til að auka verðmæta­sköp­un og skila þjóðinni meiri tekj­um af auðlind­inni. Þrátt fyr­ir að umræða um sjáv­ar­út­veg snú­ist oft og tíðum um veiðigjald, þá er auðsýnt að áhersla á að treysta sam­keppn­is­hæfni sjáv­ar­út­vegs mun ávallt skila marg­falt meiru en það sem gjald­taka skil­ar. Með skyn­sam­legu reglu­verki og sjálf­bærri nýt­ingu verður skatt­spor at­vinnu­grein­ar­inn­ar stórt og hinn sam­fé­lags­legi ábati þar með mik­ill. Árið 2023 var skatt­sporið tæp­ir 90 millj­arðar króna og hef­ur aldrei verið stærra.

Við erum á leið úr tíma­bili hárra vaxta og verðbólgu en nú er mik­il­vægt að halda rétt á spil­un­um. Besta leiðin til að gera það er að skapa fyr­ir­tækj­um lands­ins skil­yrði til að vaxa og halda þannig áfram að bæta hag þjóðar­inn­ar allr­ar.

mbl.is