Dýrðlegar jólabollakökur með After Eight úr smiðju Guðrúnar Erlu

Uppskriftir | 7. desember 2024

Dýrðlegar jólabollakökur með After Eight úr smiðju Guðrúnar Erlu

Um jólahátíðirnar er um að gera að leyfa sér að njóta sætra bita. Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor er iðin að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.

Dýrðlegar jólabollakökur með After Eight úr smiðju Guðrúnar Erlu

Uppskriftir | 7. desember 2024

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor elskar fátt meira en …
Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor elskar fátt meira en að baka fyrir hátíðirnar. Hún galdraði fram þessa jólabollakökur með After Eight súkkulaðinu sem minna á jólin. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Um jólahátíðirnar er um að gera að leyfa sér að njóta sætra bita. Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor er iðin að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.

Um jólahátíðirnar er um að gera að leyfa sér að njóta sætra bita. Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor er iðin að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.

Jólabollakökurnar hennar Guðrúnar Erlu koma með bragðið af jólunum.
Jólabollakökurnar hennar Guðrúnar Erlu koma með bragðið af jólunum. mbl.is/Karítas

Hún galdraði fram þessar ómótstæðilegu jólabollakökur með After Eight súkkulaðinu sem minnir marga á jólin.

„Jólabollakökurnar með After Eight sameina allt það besta, mjúka súkkulaðiköku, ferska piparmyntufyllingu og rjómakennt smjörkrem með klassíska After Eight-súkkulaðinu. Þær eru tilvaldar í kaffiboðið, veisluna eða einfaldlega þegar þú vilt gera daginn aðeins sætari. Uppskriftin er einföld í framkvæmd og hentar jafnt byrjendum sem vanari bakarameisturum,“ segir Guðrún Erla.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor vann keppnina um Köku …
Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor vann keppnina um Köku ársins í fyrra. mbl.is/Karítas

Vann keppnina um Köku ársins í fyrra

Guðrún vakti mikla athygli í fyrra þegar hún vann í keppninni Kaka ársins 2024 fyrir einstaklega fallega og bragðgóða köku. Hún elskar fátt meira en að töfra fram fagurlega skreyttar kræsingar sem fanga auga og munn.

„Mér finnst alltaf sérstaklega gaman að baka um jólahátíðirnar og leika mér að nota jólagóðgæti sem er í boði á þessum tíma árs. After Eight er ómissandi hluti af jólunum hjá mér, svo mér datt í hug að nota súkkulaðið í jólabaksturinn. Það er eitthvað við myntu- og súkkulaðibragðið sem fangar jólaskapið fullkomlega,” segir Guðrún Erla sem er farin að hlakka til jólanna.

Fallegt að bera jólabollakökurnar fram á þriggjahæða diskaturni.
Fallegt að bera jólabollakökurnar fram á þriggjahæða diskaturni. mbl.is/Karítas

Jólabollakökur með After Eight

  • 3 bollar hveiti
  • 2 bollar sykur
  • 4 egg
  • 2 bollar AB-mjólk
  • 1 bolli olía
  • 6 msk. kakó
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 2 tsk. vanillusykur

Aðferð:

  1. Hrærið öllum hráefnum vandlega saman þar til deigið er slétt og jafnt.
  2. Skiptið deiginu niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 15 mínútur.
  3. Látið kólna áður en fyllingu og kremi er bætt við.

After Eight kremfylling

  • 150 g flórsykur
  • 10 g vatn
  • 5 g piparmyntudropar

Aðferð:

  1. Sigtið flórsykurinn í skál.
  2. Blandið vatni og piparmyntudropum saman við og hrærið þar til kremið er mjúkt. Ef kremið er of þunnt er hægt að bæta við meiri flórsykri.
  3. Takið miðjuna úr bollakökunum með skeið, og fyllið gatið með kremfyllingunni.

Smjörkrem

  • 300 g flórsykur
  • 300 g smjör
  • 40 g kakó
  • 60 g brætt After Eight

Aðferð:

  1. Þeytið smjör, kakó og flórsykur saman þar til kremið verður létt og ljóst.
  2. Bræðið After Eight í örbylgjuofni og hrærið varlega saman við kremið.
  3. Setjið smjörkremið í sprautupoka og sprautið fallegum toppum ofan á bollakökurnar.
  4. Skerið nokkrar After Eight-súkkulaðikonfektplötur í tvennt og skreytið bollakökurnar með því.
  5. Bætið við öðrum skreytingum að vali, til dæmis matarglimmeri (valfrjálst).
mbl.is